Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 65

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 65
ÁLNIR OG KVARÐAR 69 1 Konungsbók Grágásar er kafli, sem heitir vm fiárlag maNa. Þar er lýst verði á eftirtöldum vörum: Vaðmáli, vararfeldum, mel- rakkabelgjum, lambagærum, geldingaklippingum, kattbelgjum, belgj- um af sumrungum, mórendu vaðmáli, gulli, silfri. Þá segir: ,,Jarn- ketill nýr oc oelldr oc vegi hálfa vett oc Iígí í viii. sciólor fyrir xv. avra“. Þá er næst verð á ljáum, þá á blástursjárni, þá á fellujárni og þar eftir kemur þessi málsgrein: „Þat er katla máls sciola er tré er sett ilögg oc tecr avðrom megin aþröm xii. þumlunga meðal manne i nagls rótom.“ Síðan segir: „Þetta er ex fiár lag etc.“34 Kaflinn um fjárlag manna er tekinn upp í Jónsbók með litlum breytingum.35 Hann er þar í tveimur kapítulum. Hinn fyrri nefnist: Hvat lögaurar eru með mönnum. Er það sá hluti Grágásarkaflans, sem hér var lýst, en þessar breytingar eru helztar: Um vaðmál er sagt hvað sé lögeyrir, vararfeldinum er sleppt og greinin um katla- málsskjóluna er flutt fram og kemur nú næst á eftir greininni um katla (í stað hálf vett stendur hér fjórir fjóröungar), en síðan er greinin óbreytt áfram og kaflinn endar hér á ákvæðinu um fellujárn. Þá hefst nýr kapítuli, sem heitir: Fjárlag almenniligt á vár. Hann hefst á orðunum: Þetta er enn fjárlag, og heldur síðan áfram mjög svipað því, sem er í Grágás. Greinin í Jónsbók er auðsæilega tekin upp úr Grágás, líklega hefir ritari Grágásar haft fyrir sér eldri texta skyldan þeim í Jónsbók, en af vangá fellt niður greinina um katlamálsskjólu og þegar hann tók eftir því, bætt henni inn þar, sem voru eðlileg þáttaskil. Þá er og ljóst, að þær 8 skjólur, sem í katlinum eiga að liggja, hljóta að vera katlamálsskjólur. Ekki er mér kunnugt um að katlamálsskjólur séu nefndar í öðrum fornritum en þessum tveimur. Vera má þó, að nafnið hafi einatt verið stytt svo sem hér er gert, svo að þegar sagt er um katla á stöku stað í fornum heimildum, að þeir taki svo eða svo margar skjólur, sé raun- ar átt við katlamálsskjólur. Ekki er þetta þó víst. Til var einnig bú- skjóla, sem raunar var einkum kornmál og tók 1,5 fjórðunga vegna af korni. Nafn katlamálsskjólunnar segir, að hún hafi verið notuð til að mæla rúmmál katla. f Búalögum er víða sagt til um hve mikið kosti eins fjórðungsrúm í katli30 og í ísl. fbrs. er rúmmáls katla oft get- ið.37 Er það stöku sinnum talið í skjólum, svo sem fyrr var vikið að, en venjulega í fjórðungum. Nefndir eru katlar, sem taka 1, 2, 2yz, 3, 5, 6, 7 og 8 fjórðunga auk tunnuketils, en tunnan tók 12 fjórðunga. Til þess að mæla rúmmál þessara katla þarf að hafa mælitæki, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.