Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 78

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 78
82 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ÞÓRÐUR ÞORLÁKSSON Þórður Þorláksson, f. 1637, d. 1697, var biskup í Skálholti 1674— 1697. Af honum og konu hans málaði séra Hjalti Þorsteinsson mynd, og er góð heimild fyrir því. Jón Þorkelsson Skálholtsrektor segir í ævisögu séra Hjalta, sem prentuð var í riti hans „Specimen Islandiæ non barbaræ" og aftur er birt í Ævisögu Jóns Þorkelssonar skóla- meistara I, bls. 378, á þessa leið: „Effigiem Theodori Thorlacii eiusque uxoris, quæ Skalholltiæ una cum effigie Johannis Vidalini cernitur“ (þ. e. mynd af Þórði biskupi Þorlákssyni og konu hans, er sjá má í Skálholti ásamt mynd af Jóni Vídalín). Heimildarmaður ævisögunnar var séra Hjalti sjálfur. Mynd hans af Þórði biskupi er enn til, nú í Mannamyndadeild Þjóðminjasafnsins nr. 4677, var áður í Frederiksborgarsafni í Danmörku (Det national- historiske museum pá Frederiksborg). Matthías Þórðarson hefur skrifað allítarlega um mynd þessa í safnskýrslu við komudag mynd- arinnar til Þjóðminjasafnsins 7. 1. 1928, og er rétt að taka þá lýs- ingu orðrétta upp (sjá og 1. mynd) : „Mag. Þór'ður Þorláksson, byskup í Skálholti, og frú hans, Guðríður Gísladóttir, olíumálverk, málað á eikarspjald, sem er um 80 cm að "br. og 45 að h.; hefur það verið sett í svarta umgerð, gyllta innst, sem er 3,2 að br. Undir myndunum er 5 cm br. bekkur, svartur allur neðst, og letrað þar á með gylltum latínuleturs-upphafsstöfum: M. THEODORUS THORLACIUS EPS: SCHALHOLT: GUDRIDUR GISLA DOTTER. Myndirnar eru upp frá miðju, hér um bil. Á milli þeirra er krossmark. Sér nú ekki lengra upp á því en á brjóst myndar Krists; hefur spjaldið verið hærra í fyrstu, og vantar nú mikið af því. Auki nokkur hefur verið settur á það, er gert var við það og myndina 1860. Af myndum þeirra hjónanna hefir lítið vanta'ð, nokkuð þó af skauti frúarinnar, og virðist það ekki hafa verið endurgert rétt efst. Biskup ber svarta kollhúfu. Bæði eru hjónin á hempu, og þau halda hvort um sig samanlögðum höndum á brjósti. Til beggja hliða eru rauð tjöld með borðum, kögri og skúfum. Sjá um þessa mynd að öðru leyti Rit Listvinafélagsins I, bls. 5, ásamt eftirmynd, prentaðri með svörtum lit, þar framan við. Svo sem þar er tekið fram, mun þetta vera mynd sú, er Jón Þorkelsson, fyrrv. skólameistari í Skál- holti, segir í riti sínu, Specimen Islandiæ non barbaræ, að séra Hjalti Þorsteinsson, er síðar var prófastur í Vatnsfirði, hafi mála'ð af Þórði biskupi og konu hans, sbr. einnig Ævis. Jóns Þorkelssonar I, bls.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.