Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Síða 85

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Síða 85
myndir af skálholtsbiskupum 89 sér. Bakgrunnur inni í sporbaugnum er með ljósum blágrænum lit, hempan er svört, í kraganum allmikið blátt, einnig í augum, gult á hornum bókar, en daufur rauður litur á hendi og í andliti, sterkastur á vörum. Neðan við sporbauginn er skrifað með prentstöfum: M. Jonas THorchilli W, og skrifarahnútur lipurlega dreginn þaðan og niður í horn myndblaðsins. Mynd þessi er að sumu leyti viðvaningslega gerð, t. d. er höndin of lítil, en samt er allt verkið á myndinni fínlegt og ber vott um nokkra leikni. Myndin virðist gerð af manni, sem eitthvað töluvert hefur fengizt við teikningu og málverk. Hún er óskemmd og furðu- líti'ð velkt, en þó gamalleg. Vafalítið frá 18. öld. Eftir þessari mynd hefur Jón Sigurðsson fengið Helga Sigurðsson til að teikna mynd af Jóni Vídalín undir steinprentun.12 Tvær til- raunir Helga eru í Listasafni nr. 142—143, hálfunnar, og snýr önnur til vinstri, en önnur til hægri. Fullbúin blýantsteikning Helga er svo í mannamyndamöppunni í Landsbókasafni, þar sem frummyndin var einnig áður. Eftir þeirri teikningu hefur steinprentaða myndin verið gerð. Við samanburð sést, að Helgi hefur breytt mikið frá fyrir- myndinni. Hann hefur snúið henni við, þannig að á steinprentuðu myndinni horfir biskupinn til hægri og heldur auk þess bókinni op- inni fyrir sér með alveg nýjum handastellingum. Þá er biskupinn breiðleitari en á fyrirmyndinni, og fljótt á litið virðist þetta naumast vera sami maður. Við nánari athugun sést þó, að svo er. Hvað sem öllum frávikum líður, er steinprentaða myndin gerð eftir vatnslita- myndinni, sem Steingrímur Jónsson sendi. Hver er nú uppruni þessarar vatnslitamyndar ? Steingrímur Jóns- son hélt helzt, að hún væri eftir séra Hjalta. Er það þá ekki þessi mynd, sem hann hefur gert að beiðni Jóns rektors Þorkelssonar ? Hún kann að þykja of viðvaningsleg til að vera eftir séra Hjalta, en ófull- komleikinn gæti stafað af því, að hann er orðinn fjörgamall máður, þegar hann er að þessu. Ef til vill er þetta þó fremur eftirmynd, sem einhver hefur gert eftir mynd séra Hjalta, eða eftirmynd eftir mynd- inni, sem var í Skálholtskirkju, hvort sem séra Hjalti hefur gert hana fyrr eða seinna á ævi sinni. Hér er þá að vísu ýmsu ósvarað. En sennilegt er, hvað sem öllu líður, að vatnslitamyndin eigi rætur að rekja til séra Hjalta, annað- hvort beinlínis eftir hann sjálfan eða eftirmynd eftir mynd hans. Hún er hið eina, sem nú er við að styðjast um útlit meistara Jóns, en satt 12 Sbr. Benedikt Gröndal, Dœgradvöl, Reykjavílc 1965, bls. 147. Gröndal segir, að myndin sé stirð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.