Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 88
92 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Eirstungusmiðurinn hefur merkt sér myndina neðst til hægri á þennan hátt: Meno Haas. sc. 1778. Mun hann vera Johan Meno Haas, f. 1752, d. 1833.14 (4. mynd). Þessi mynd er fastur punktur til viðmiðunar. Hún hefur eflaust verið gerð 1778, þegar kirkjusagan kom út eða rétt áður og þá að sjálfsögðu eftir fyrirmynd. Hún sýnir biskupinn fimmtugan að aldri eða árið 1754, en það ár var Finnur Jónsson í Kaupmannahöfn til þess áð taka biskupsvígslu. Það má því telja mjög líklegt, að þá hafi verið gerð mynd af honum í Höfn, eins og fleiri biskupar létu gera við sams konar tækifæri. Sú mynd hefur þá verið til í eigu Finns biskups eða ættmenna hans og verið lánuð til þess að gera eirstung- una eftir henni. Eins og kunnugt er, vann Hannes Finnsson, síðar biskup, að útgáfu kirkjusögunnar fyrir föður sinn, svo að hér voru hæg heimatökin. Nú er aðeins kunnugt um eina mvnd, sem gæti verið fyrirmynd eirstungunnar, og það er málverk það, sem lýst er hér næst á eftir. 2. Mannamyndadeild Þjóðminjasafnsins nr. 4678: Olíumálverk á striga, sem strengdur er á blindramma, í gylltri strikaðri umgerð. Málverkið er ferkantað, 23,4x29,0 sm að stærð, umgerðin 5 sm breið. Myndin er brjóstmynd, biskup er sýndur í hempu, með pípu- kraga og hárkollu, horfir fram, en snýr þó nokkuð til hægri. Mynd þessi var í Frederiksborgarsafni (Det nationalhistoriske museum pá Frederiksborg) ög bar númerið 2420, en aftan á umgerðinni stendur B. Nr. 2259. Matthías Þórðarson segir í safnskýrslu, að umgerðin muni upprunalega hafa verið smíðuð utan um aðra mynd minni. Matthías fór þess á leit við stjórn Frederiksborgarsafns í bréfi dags. 1. júní 1927, áð Þjóðminjasafninu yrði eftirlátin myndin. Við þessu var orðið, og tók Matthías sjálfur við myndinni um áramótin 1927— 1928,15 og kom hún til safnsins 7. jan. 1928. Matthías Þórðarson getur þess ekki í safnskýrslu, hvernig Frede- riksborgarsafn hafi eignazt þessa mynd. Hins vegar segist Helge Finsen, arkitekt í Kaupmannahöfn, (í bréfi til mín dags. 1. 2. 1963) hafa fengið að vita hjá safninu, að það hefði keypt hana 1917 af Jóni Finsen klausturhaldara á Vallo, (sem kallaður var „Tykke Jón“ í fjölskyldunni). Faðir Jóns þessa Finsens var Oluf Finsen stiftsfor- valter á Vallo, bróðir Hilmars landshöfðingja. Líklegt er, að Oluf 14 Dansk biografisk Leksikon (1936) VIII, bls. 547. 15 Sbr. viðtal við Matthias Þórðarson, Morgunblaðið, 18. janúar 1928.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.