Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 100

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Page 100
104 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Þessi mynd af séra Halldóri Finnssyni virðist hafa glatazt. Þó að frú Valgerður hafi sagt, að myndin af Hannesi biskupi væri reyndar líkari séra Halldóri bróður hans, kemur ekki til mála, að myndirnar af bræðrunum hafi víxlazt í Kaupmannahöfn og þetta sé í raun og veru myndin af Halldóri. Telja verður öruggt, að myndin í Félags- ritunum sé eftir þeirri, sem Steingrímur biskup sendi og taldi af Hannesi. Ef hún er svipaðri séra Halldóri, gæti það verið bræðra- líking, ellegar þá að séra Sæmundur hafi haft einhverja hliðsjón af andliti séra Halldórs, þegar hann var að gera myndina af Hannesi biskupi eftir minni. Þó sakar ekki að minnast þess, a'ð þegar stein- prentaða myndin kom út, var Steingrímur biskup andaður, svo að ekki gat hann orði'ð til að leiðrétta, ef ruglingur hefur orðið á mynd- um bræðranna. Að lokum skal þess getið, að árið 1954 voru grafnar upp líkams- leifar allra þeirra fjögurra biskupa, sem hér hefur verið um fjallað. Má því spyrja, hvort andlitsbein þeirra veiti einhverja vitneskju um andlitsfallið. Jón Steffensen vék að þessu efni í háskólafyrirlestri 10. marz 1957. Sá fyrirlestur hefur ekki verið prentaður, en góður útdráttur úr honum birtist í samtali við Morgunblaðið.25 Um Þórð Þorláksson ræðir Jón Steffensen ekki, og mjög varlega fer hann í að bera saman beinaleifar hinna biskupanna þriggja og mvndir þeirra. Hann telur bein Jóns Vídalíns sýna, að myndin af honum sé rétt í a'ð- alatriðum, ennið þó of hátt, en þess ber að minnast, að hann hefur ekki haft fyrir sér annað en steinprentuðu myndina, en ekki fyrirmynd hennar. Myndin af Finni biskupi telur hann að sé nærri réttu lagi, en þó ósennilegt, að munn- og hökusvipur sé réttur. Um myndina af Hannesi Finnssyni tekur hann lítt af, telur þó sumt í henni fara nærri réttu lagi, annað rangt. VIÐAUKI um svonefnda mynd af Brynjólfi bislmpi Sveinssyni. í Þjóðminjasafninu er gömul mynd, sem stundum er talin vera af Brynjólfi biskupi Sveinssyni. Það er þó ágizkun ein. Þykir rétt að geta þessarar myndar hér og hvernig upp er kominn sá kvittur, að hún sé af Brynjólfi biskupi. Dr. Jón Þorkelsson auglýsti eftir gömlum myndum af Islendingum í 1. árg. Sunnanfara, 1891, bls. 8.1 þessari auglýsingu segir hann: „Mynd af Brynjólfi biskupi ‘fs Morgunblaðið 12. marz 1957.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.