Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Blaðsíða 127
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1967
131
því starfi, sem við Þjóðminjasafnsmenn höfum verið að hjálpa til við,
og hefur þegar ráðið safnvörð, sem hér mun starfa í sumar og farinn
er að setja sig inn í hlutverk stofnunarinnar og þeirra, sem hana
eiga að reka. Það verður nú þeirra hlutur að gera úr henni það sem
auðið er, að sjálfsögðu með þeirri tilsjá Þjóðminjasafnsins, sem til er
ætlazt í lögum.
Um þetta hlutverk, framtíðarhlutverk safnsins, skal ég ekki vera
ýkja langorður, því að okkur er það öllum ljóst. Starfsemi byggða-
safna er liður í þeirri viðleitni þessarar kynslóðar, sem nú byggir
landið og orðið hefur áhorfandi að og þátttakandi í hinni miklu og
margumtöluðu þjóðfélagsbyltingu, að varðveita hinn gamla menn-
ingararf til komandi kynslóða. Það má vel segja, að þetta sé hið
fyrsta og mikilsverðasta markmið, að safna saman menningarminj -
um og varðveita þær á góðum stað og skila þeim til þeirra, sem landið
eiga að erfa á eftir okkur. Það er mikilla þakka vert, að komið sé
upp slíkum griða- og geymslustöðum gamalla minja. Og þetta sjónar-
mið er jafngott og gilt, hvort sem aðsókn að söfnunum er meiri eða
minni. Aðalatriðið er, að minjarnar séu til og vel að þeim búið, hver
kynslóð mun hagnýta sér þær á sinn hátt. En hitt er svo vitanlega
sjálfsagður hlutur, að þeir, sem að safni standa, láti sér ekki nægja
að geyma, heldur geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að gera
safnið fróðlegt, skemmtilegt og menningarlega arðbært á hverri líð-
andi stund. Hingað eiga heimamenn héraðanna að geta komið til
þess að skyggnast í eigin barm og læra sitthvað um líf forféðranna í
þeim sömu byggðum sem þeir búa nú sjálfir í, hingað geta skólakenn-
arar komið með nemendur sína og haft með þeim lifandi kennslu í
Islandssögu og átthagafræði. Og hingað munu þeir gestir leggja leið
sína, sem eitthvað láta sig varða það hérað, sem þeir eru að ferðast
um. Þess er að vænta að margur sá, er að sunnan kemur og leggur
lykkju á leið sína og heldur hingað niður á Reykjatanga, verði þess
skemmtilega og áþreifanlega var hér í safninu, að hann er kominn
í Húnavatnssýslu og hefur jafnframt sýn út eftir Strandasýslu. Það
er einlæg von mín, að íbúum þeirra héraða,sem liggja að Húnaflóa,
megi finnast vegur þeirra hafa vaxið að nokkru með tilkomu þessa
safns, sem þeir hafa lagt saman í og stofnað til af svo miklum stór-
hug. Það er einnig von mín, að þeir Húnvetningar og Strandamenn,
sem í Reykjavík búa og sýnt hafa safnmálinu mikinn og virkan
áhuga, megi gleðjast yfir þeim árangri, sem þeir geta nú séð af
starfsemi sinni. Þá vona ég einnig, að þeir héraðsbúar og áðrir, sem
gefið hafa muni til þessa safns, geti fundið, að þeim hefur verið