Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 129

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1968, Side 129
SKÝRSLA UM ÞJÖÐMINJASAFNIÐ 1967 133 honum einkum Sveinbjörn Rafnsson fornfræ'ðastúdent, Guðmundur Jónsson frá Kópsvatni og Christopher Hale frá Chicago, en auk þess af safnsins hálfu um nokkurt skeið Gísli Gestsson og Halldór J. Jónsson. Dagana 13,—16. febr. unnu Þorkell Grímsson og Gísli Gestsson að því að taka upp mannabein í gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti í Reykjavík. Tóku þeir þar upp 6 grafir og afhentu beinin Jóni Steff- ensen prófessor. Rask þetta þurfti að gera í sambandi við nýbyggingu Landssímans, og er að þessu vikið í síðustu ársskýrslu. Gísli Gestsson fór til Mývatnssveitar 24. ágúst og rannsakaði forn- mannakuml hjá Grímsstöðum. Einnig fór hann tvær ferðir í Þjórs- árdal til eftirlits með Stöng og fleiri minjum. í Stöng var enn sem fyrr mikil aðsókn, og skráðu sig þar 7311 manns í gestabók, en vafa- laust hafa miklu fleiri komið þar. Gísli Gestsson og Þór Magnússon rannsökuðu helli skammt frá Grindavík, þar sem fundust mannsbeinagrind og hnífur og belti, eins og sagt var frá í blöðum. Ekki er ljóst, frá hvaða tíma þessar leifar eru. Dagana 17.—18. ágúst voru Þór Magnússon, Sveinbjörn Rafns- son og Þórður Tómasson í rannsóknarferð í Skaftafellssýslu, einkum þó til þess að líta eftir fornminjum, sem fundust í Skaftárdal, en litið var þó eftir mörgu fleira í leiðinni. Þór Magnússon skrifaði ítar- lega skýrslu um þessa ferð. Aðra könnunarferð fóru Þór og sam- starfsmenn hans í Hvítárholti upp á Hrunamannaafrétt og litu þar eftir mörgum fornum rústum, en sér í lagi áður lítt þekktri rúst inni við Hvítá. Þjóðminjavörður fór tvær eftirlits- og rannsóknarferðir, og var hin fyrri dagana 13.—18. júlí. Fór hann um sýslurnar norðanlands og kom víða við til þess að ráða ýmsum ráðum. í þessari ferð lauk hann við að rannsaka fornmannsgröf á Brandsstöðum í Blöndudal, sem byrjað hafði verið á vorið 1965, en varð ekki lokið þá vegna klaka í jörðu. Seinni ferðin stóð yfir dagana 8.—15. sept. og var með í þeirri ferð Halldór J. Jónsson safnvörður. Megintilgangur ferðarinnar var að kanna mannaverk í Papey eftir því sem auðið yrði, og voru rann- sóknarmennirnir um kyrrt í Papey 8.—12. sept. Skoðuðu þeir allar mannaminjar í eynni og grófu nokkuð, en veður var óhagstætt og tími naumur, enda varð niðurstaðan sú, að enn þyrfti fleira að rann- saka í Papey, einkum þó tvo staði, sem annar nefnist Goðatættur, en hinn Undir Hellisbjargi. Á báðum stöðum eru forvitnilegar rústir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.