Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Side 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Side 10
14 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Gísli hafði góða söngrödd og sótti m.a. um tíma tónfræðinám hjá Róbert A. Ottóssyni. Einnig spilaði hann dálítið á píanó og fyrir kom, að hann leyfði fólki að heyra eigin sönglög í heimahúsum, sem hann flutti þá með bræðrum sínum. En þcir höfðu þegar í æsku lært að syngja saman í kvartett, og þeir Steinþór og Þorgeir voru raunar í hinum fræga M.A. kvartett á sínum tíma. Það er til marks um kröfu- hörku Gísla við sjálfan sig, að hann mun hafa látið af tónsmíðum eftir námið hjá Róbert og fundist þá sem hann myndi aldrei ná máli á því sviði. Hér verða þó sýnd tvö dæmi um þetta tómstundaföndur hans. Framar öðru var Gísli þó listnjótandi. Hann las mikið af bæði skáld- verkum og fræðiritum og fylgdist vel með myndlistarsýningum. Tón- listin mun honum samt hafa fundist öðrum listgreinum æðri svo að jaðraði við tilbeiðslu gagnvart snillingum og verkum þeirra. Hann sótti því reglulega mestan hluta ævinnar alla helstu tónleika, sem í boði voru. En smekkur hans var nokkuð fastheldinn, og hann gein ekki við neinum dægurflugum. Ekki gat hann varist glotti, þegar hann sagði frá því, að hann hefði látið sig hafa það á sinfóníutónleikum að standa upp ásamt öðrum fyrir John Lennon kvöldið eftir dauða hans. En hann viðurkenndi jafnan gott handverk, jafnvel þótt honum fyndust hljóðin ekki fallcg, líkt og sagt er um Brynjólf Sveinsson, þegar hann heyrði Hallgrím Pctursson krossbölva: honum þótti málfærið fagurt, þótt orðin væru ljót. Sumarið 1949, þegar Gísli var rúmlega fertugur, varð hann fyrir nokkuð afdrifaríkri tilviljun, þar sem hann lá við í tjaldi í sumarleyfi austur á æskuslóðum sínum. Nýlega skipaður þjóðminjavörður Kristján Eldjárn kom þangað á leið inn í Þjórsárdal til að grafa upp eyðibýlið Sandártungu ásamt Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og Norðmann- inum Odd Nordland. Eins og áður sagði var þá enginn lærður fornleifafræðingur á landinu utan Kristjáns og auk hans aðeins einn maður í föstu starfi á Þjóðminjasafninu, Friðrik Á. Brekkan rithöfund- ur. Kristján fékk því menn til aðstoðar við uppgröft nokkuð eftir hend- inni. Og nú réðst það svo, að bankaritarinn í sumarleyfinu slóst í för með þjóðminjaverði upp í Sandártungu og vann að uppgreftri bæjar- rústanna. Ekki er vitað til að þeir Kristján hafi þekkst neitt áður að marki, en um fyrstu kynni þeirra tveggja á þessum vettvangi dettur manni næstum í hug að víkja við línu úr fyrsta glúntasöngnum, sem Gísli hafði raunar gaman af að syngja:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.