Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Síða 11
GÍSLI GESTSSON
15
Det var uppslaget till ett trettioárigt dundrande kalas.
Þeir Kristján urðu miklir mátar, enda sviplíkar liinar ijölþættu gáfur
þeirra og áhugamál ásamt hinu efagjarna og leitandi viðhorfi gagnvart
tilverunni, sem fullyrðir fátt og setur að jafnaði spurningarmerki í sviga
aftan við niðurstöðurnar. Sumarið 1951 valdi Kristján Gísla sem aðstoð-
armann við uppgröftinn á Bergþórshvoli og fékk hann sama ár ráðinn
sem aðstoðarmann við Þjóðminjasafnið. Og þar voru örlög ráðin. Gísli
vann við safnið næstu 26 árin eða eins lengi og aldurstakmörk leyfðu,
síðustu sjö árin sem staðgengill þjóðminjavarðar. Eftir það var hann í
stöðugum tengslum við safnið, því að hann átti ætíð ýmsum rann-
sóknum og verkefnum ólokið eins og reyndin er jafnan um sívakandi
og sívinnandi menn. Auk þess tóku þau Gísli og Guðrún eftir sem
áður virkan þátt í innra samkvæmislífi safnfólksins eins og síðar skal
vikið að.
Á Þjóðminjasafninu nýttust hinir margvíslegu hæfileikar Gísla með
ágætum, og það jók honum að sjálfsögðu lífsfyllingu svo að um mun-
aði. Nú tók starfið sjálft hugann fanginn cinnig utan vinnutímans, og
því dró á ýmsan hátt úr fyrri tómstundaiðju.
Nú kom vcrkfræði- og efnafræðimenntunin að notum við t.d. jarð-
vegsathuganir, mælingar og gerð afstöðuteikninga í sambandi við upp-
grefti eða skoðun gamalla húsa og tóttaleifa. Gróðurfarsþekking hans
kom þar líka í góðar þarfir. Efnafræðikunnáttan sagði einnig til sín við
forvörslu og viðgerð safngripa úr málmi og tré og fram á síðari ár var
Gísli nánast eini safnvörðurinn, sem við slíkt gat fengist af skynsamlegu
viti. Hann sótti reyndar sérstakt námskeið á þessu sviði í London
sumarið 1960 og hafði þá ekki komið til útlanda í þrjátíu ár.
Sem ljósmyndari fékk Gísli ærinn og síaukinn starfa á safninu, enda
kom hann þar upp lítilli vinnustofu. Var þar bæði um að ræða mynda-
tökur við uppgrcfti og aðrar rannsóknir og ekki síður myndir af satn-
gripunum sjálfum, sem ýmist þurfti að gera fyrir bókaútgefendur og
aðra utanhúss aðila hérlenda og erlenda eða vegna rannsókna og skrifa
safnmanna sjálfra. Dæmi um hið síðarnefnda er bókin Hundrað ár í
Þjóðminjasafni, þar sem Kristján Eldjárn skrifaði textann, en Gísli átti
flestar myndirnar.
Hin löngu og nánu kynni við landið og sögu þess komu Gísla mikið
til góða í þessu nýja starfi, en þekking hans á því sviði ásamt sögu og
þjóðfræðum var mjög alhliða. Það urðu samstarfsmenn hans fljótt varir
við, ekki síst þeir sem lítið höfðu annað en eitthvert háskólapróf upp á
vasann. Og mikið þóttist maður öruggari með sig, ef Gísli var búinn að