Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1984, Side 62
66
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
13. mynd. Ljósmynd: Victoria and Albert Museum, Londott.
kvenbúninginn, né heldur með hvaða hætti. Eitt einkenni gaf þó þegar
1963 bendingu um hvaðan hann kynni að vera til hans kominn. Var það
blómstursaumurinn á pilsinu og svuntunni (13. mynd). Reyndist hann,
einnig við nánari samanburð 1969, vera mjög áþekkur að munstri, lita-
vali og öllu handbragði blómstursaumsbekk á samfellu, nú í Þjóð-
minjasafni íslands, sem Guðrún eldri, dóttir Skúla fógeta Magnússonar
saumaði fyrir Valgerði Jónsdóttur, ekkju Hannesar biskups Finnssonar
(14. mynd).63 Mun hún hafa lokið við hana fyrir mitt árið 1798.64
Guðrún sem varð ekkja 1771, dvaldist í Viðey frá 1783 til dauðadags
1816, fyrst með föður sínum, síðan hjá Ólafi Stephensen og að lokum
hjá Magnúsi dómstjóra, syni hans.65 Var Guðrún orðlögð hannyrða-
kona,66 nefnd í eftirmælum „blómstranna móðir, “67 og að því er segir
í manntalinu frá 1801, lifði hún á eftirlaunum og handavinnu.68 Einnig
er vitað að hún kenndi hannyrðir.69 Virtist því mjög sennilegt að
saumað hefði verið í fötin, þ.e. pilsið og svuntuna, annaðhvort undir
handleiðslu Guðrúnar eða þó öllu heldur af henni sjálfri.
Einnig varð fljótlega ljóst70 að skildirnir á hempunni höfðu tilheyrt
Sigríði Magnúsdóttur, konu Ólafs stiftamtmanns. Fangamarkið á þeim
er, sem fyrr segir, S M D, og nákvæmlega eins skjöldur sést á teikningu
gerðri árið 1772, er leiðangur Sir Joseph Banks sótti heim Ólaf sem þá
bjó í Sviðholti (15. mynd). Frá sama stað og tíma eru einnig myndir af
hempupörum og hluta af hempu með sömu gerð og fylgja búningi
Hooker,71 auk margvíslegra skartgripa annarra (16. mynd).
Af þcssu tvennu mátti ætla að Hooker hefði fengið búninginn hjá ein-