Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 3
KIRKJUGARÐUR AÐ STÓRUBORG UNDIR EYJAFJÖLLUM
23
oft var blettur mcð bcinamylsnu þar sem fætur höfðu verið. Er þá mælt eins langt og
beinamylsna sást. Mælt er cftir teikningum er gerðar voru 1978 (í mælikvarða 1:10).
Æskilegast er að beinafróður maður sé með í verkinu þegar kirkjugarðar eru kannaðir,
og sé með á staðnum. Því varð ekki komið við á Stóruborg. Ekki er raunar víst að mikið
gagn hefði verið í því, vegna þess hve illa beinin voru farin.
Gröf 1 Fyrir þessari gröf mótaði á yfirborði og sýndist hún mjög stór, 225 X 110 sm,
enda kom í ljós að á þessum stað voru margar grafir, hver tekin ofan í aðra.
Handleggir voru bognir um olnboga og franthandleggir lagðir inn yfir bolinn
í mittishæð eða þar um bil. Lengd beinagrindarinnar eins og hún lá frá hvirfli
og eins langt og beinamylsna sást var 155 sm.
Gröf 2 Mótaði fyrir gröf á yfirborði, óreglulegri í laginu, 167 snr að lengd og um 50 sm
breiðri. Stellingar handleggja sáust ekki. Lengd beinaleifa frá hvirfli og eins
langt og beinamylsna sást var 160 sm.
Gröf 3 Sást á yfirborði 1978, lengd um 160 sm, breidd 70 sm, og var raunar h'kust því
að tvær grafir, um 140 X 50 sm væru grafnar hvor ofan í aðra. Ekki varð vart
beina þar sem markað hafði fyrir þessari gröf, og hafa þau sennilega verið
horfm í sjóinn — nema því aðeins að gröf þessi hafi verið skynvilla grafaranna!