Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 9
KIRKJUGARÐUR AÐ STÓRUBORG UNDIR EYJAFJÖLLUM
29
Gröf 24 Handleggir lagðir þvert yfir bol (líkl. báðir, a.m.k. örugglega sá vinstri). Lengd
frá hvirfli og eins langt og leggbein sáust (að ökkla?) 137 sm.
Gröf 25 Far. eftir höfuðkúpu og (efri) hluta vinstri framhandlcggjar, smávegis beina-
mylsna þar sem búkur hefði átt að vera. Ganglimi vantaði, gröfin hefur e.t.v.
skaddast þegar gröf 26 var tekin.
Gröf 26 Far eftir höfuðkúpu, hluta af hrygg og leggjum. Mest lengd enda á milli á
bcinaleifum þessum 122 sm. Sennilega sködduð við síðari gröft. Ofan á höfða-
lagi virtust síðar hafa verið grafin önnur bein, óskipuleg hrúga af stórum rif-
beinum, sem orðin voru að algerri mylsnu. Þessi bein voru greinilega of stór
til að geta verið mannabein.
Gröf 27 Far eftir líkama, ekki sást hvernig hendur höfðu legið. Lengd frá hvirfli og eins
langt og leggjarbein sáust 139 sm.
Gröf 28 Leifar höfuðkúpu og lítilsháttar beinamylsna þar sem líkami hefði átt að vera,
sennilega sködduð.
Gröf 29 Norðurbarmur og vcsturcndi grafar sáust. Beggja vegna beinalcifa mjóar rákir
með trjáleifum, naglar lágu í rákunum. Ekki sáust leifar af göflum kistu, en hún
getur ckki hafa verið styttri en 160 sm. Breidd kistu var um 30 cm. Gröfin getur
ckki hafa verið minni en 170 X 50 sm. Stellingar handa sáust ckki. Fjarlægð frá
hvirfli og eins langt og beinaleifar sáust 136 sm.
I þessari gröf voru þeir hlutir sem hafa númerin 1978:6-14 í fundaskrá.
Gröf 30 ílöng hola með beinamylsnu og mótaði fyrir höfuðkúpu í vesturenda. Túlkað
sem gröf ungbarns. Holan var 60 sm löng en aðeins 10-12 sm breið. Viðarkola-
moli lá við hvirfil.