Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 12
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Gröf 44 Þctta númer var gefið lcifunr af stakri hauskúpu, en grafarbarmur að vestan sást
á svosem 20 sm bili fast við hvirfil. Að öðru leyti var þessi gröf eydd.
Gröf 45 Leifar af neðri hluta beinagrindar, en trúlega ekki samstæð við 44, hefði þá átt
að liggja annars staðar. Lengd beinaleifa um 110 sm og er þetta hlutinn frá mitti
og niður úr. Gæti hafa skaddast er gröf 43 var tekin.
Gröf 46 Greinileg hola, allregluleg, 52 sm Iöng, 25 sm brcið. Talin barnsgröf og gefið
númer, en ekki var þó sjáanleg beinamylsna.
lagðar í kross neðarlega á brjósti, en nokkuð mótaði fyrir beinum hægri handar.
Lengd frá hvirfli og eins langt og beinaleifar sáust 170 sm.
Ofan á vinstri öxl lá óþekktur járnhlutur (1978:34).
Gröf 48 Mótaði fyrir aflangri ferhyrndri holu og út úr hcnni að vestan holu fyrir höfuð,
smávegis beinaleifar í holunum. Lengd frá hvirfli að fótagafli (sem var ckki
reglulega skýr) tæpir 90 sm.
Gröf 49 Handleggir bognir um olnboga, hægri framhandleggur lagður upp á mitt brjóst
en hinn vinstri cins og rétt neðan við mitti. Lengd frá hvirfli og eins langt og
beinaleifar sáust 162 sm.
Gröf 50 Mótaði fyrir gröfinni sem ílangri holu, örlítil beinamylsna við hvirfil. Lengd
holunnar um 130 sm.