Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 21
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
MINNISGREIN UM KIRKJUGRUNNS-
LEIFAR Á STÓRUBORG
Lcngi var vitað að sjórinn bryti bæjar- og kirkjustæði Stóruborgar,
þegar suðaustan aftakabrim skolaði burt á stórstraumsflóði haustið 1975
vænu lagi ofan af kirkjugarðinum þar. Þórður safnvörður Tómasson á
Skógum, sem verið hefur einskonar verndarvættur staðarins, hringdi
strax að hamförunum loknum í Þór Magnússon þjóðminjavörð og lét
hann vita. Sýndist Þórði að sjá mætti í kirkjugrunninum för eftir stólpa
eða stafi. Óneitanlega þótti þetta saga til næsta bæjar. Frétt þessi varð
til þess að við Þór fórum austur að Borg sunnudaginn 7. nóvenrber og
athuguðum dagstund ásamt Þórði vegsummerki.
Ekki var urn að villast, þarna sáust greinilega fylltar kringlóttar holur
í miðjum garði, líkar þeim, sem norrænir fornleifafræðingar hafa fundið
í grunnum kirkna við aðrar aðstæður. Átta voru holur þessar, fylltar
með sandi, smásteinum og hellublöðum, og mátti skipa þeirn í tvo
hópa eftir stærð. Fjórar voru urn 80 sm í þvermál en fjórar um 50 srn.
Næstystu holuna í suðaustur gróf Þór Magnússon upp og reyndist hún
vera 45 sm djúp. Rétt austan við vestasta parið lá þykk hella u.þ.b. 70
sm að lcngd en 55 sm á breidd. Utan við þcssar leifar gaf svo að líta líkt
og afsteypumót af kistum og látnu fólki. Suðurlilið kirkjugarðsins var
allgreinileg. Þar lágu „in situ“ heilir klömbruhnausar u.þ.b. 60 sm
langir. Garðurinn reyndist við lauslega mælingu vera 23,70 m á lengd
og 16,70 m á breidd með smá innskoti í suðvesturhorni.
Mjög er vandkvæðum bundið að túlka þcssi ummerki, eftir svo stutta
könnun og jafnvel þó svo hefði ekki verið. Þarna hefur auðvitað staðið
hver kirkjan eftir aðra frá öndverðri kristni og þar til sú síðasta lagðist
niður urn aldamótin 1700.Hitt hlýtur þó að vera ljóst að í einhvern
tírna í fyrndinni hefur kirkja staðið á Borg, e.t.v. fleiri en ein, þar scm
í voru stafir grafnir í jörð, líkt og sjá má leifar af í Vestur-Evrópu frá
frumkristniskeiði viðkomandi landa, reyndar eini vitnisburðurinn frá
1) Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín I. Khöfn. 1913-1917, bls. 44.