Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Blaðsíða 25
ÁGÚST ÓLAFUR GEORGSSON
SUNNUDAGUR í LANDI,
SÆTSÚPA TIL SJÓS
FÆÐI OG MATARVENJUR Á ÍSLENSKUM FISKISKÚTUM
I grcin þessari vcrður Qallað um fæði á íslenskum fiskiskútum,
einkum á tímabilinu 1900-1935. Leitast er við að gefa sem fyllsta mynd af
matarvenjum skipverja og ýmsum reglum þar að lutandi. Greint er frá
vandamálum í sambandi við varðveislu vistaforðans, niðurröðun máltíða,
afstöðu til matarins og þýðingu hans á skipstjöl. Rætt er um áfengis- og
tóbaksnotkun og reynt að útskýra lilutverk þessara vímugjafa. Pá er
gcrð tilraun til að varpa ljósi á samskipti og fclagsgerð, að svo miklu
leyti sem slíkt getur spcglast í máltíðum og matarvenjum. í þcssu
sambandi er t.d. grafist fyrir um hlutverk kokksins. Greinin byggir að
miklum hluta á viðtölum og svörum heimildarmanna við spurninga-
skrám Þjóðháttadcildar Ejóðminjasafns Islands um handfæravciðar á
skútum.
1. Inngangur
Öldum saman var sjávarútvegur íslendinga að mestu í sama horfinu.
Róið var til fiskjar á árabátum og venjulega komið að samdægurs.1
Fyrst og fremst var notast við handfæri, en seinna einnig lóðir og nct.
Til samanburðar má nefna að útlendingar stunduðu árangursríkar þil-
skipaveiðar við landið frá því um 1400. Tilraunir til dansk-íslenskrar
þilskipaútgerðar voru gcrðar á síðari liluta 18. aldar, en þær misheppn-
uðust. Þá átti m.a. að kenna landsmönnum nýjar fiskveiðiaðfcrðir, en
tilgangurinn getur einnig liafa verið að auka gróðann af dönsku versl-
uninni.2 Margar ástæður lágu að baki hinna misheppnuðu útgerðartil-
rauna, þ.á m. vanþekking á veiðum og skipstjórn. Ennfremur má nefna
skort á innlendri skipasmíði, viðhaldi og viðgerðum.
1. Um þróun íslenskra tiskveiða sjá t.d. Magnús S. Magnússon 1985: 40 o.áfr., 84
o.áfr.; Sigfús Jónsson 1981: 81-103; Magnús Jónsson 1957: 296-394; Einar Laxness
1977: 46—17, 131-134; Lúðvík Kristjánsson 1943: 65-111.
2. Gísli Gunnarsson 1983: 178; Gils Guðmundsson 1977 1: 50.