Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 30
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
enginn, þó er t.d. ekki gert ráð fyrir fleski 1896 cins og hin árin. Óþarft
er að taka fram, að fleskið var svo til ófáanlegt og ekki á borðum
almennings á umræddu tímabili. Hins vegar sýnir það fram á danska
eftiröpun og fákænsku stjórnvalda um alþýðuhagi. í lok skútualdar (unr
1930) var reglugerðin frá 1901 enn í fullu gildi, og um það lcyti prentuð
í sérstakar viðskiptabækur sem sjómenn notuðu. Reglugerðin hafði að
geyma fyrirmæli um tvenns konar vikuúthlutun, en þar að auki önnur
allnákvæm ákvæði. Sú sem venjulega kom til framkvæmda um borð í
fiskiskútum var eftirfarandi:
7 pd. af skonroki eða í þess stað
9 pd. af rúgbrauði.
2 pd. af saltkjöti.
1 Vl pd. af smjöri.
Vi pd. af kandíssykri.
'/2 pd. af púðursykri.
Va pd. af kaffibaunum.
5 kvint af kaffibæti.
6 kvint af telaufi.ls
Einnig var kveðið á um neysluvatn og brennivín, sem ekki kom til
reglulegrar úthlutunar. Skipstjóra var þó heimilt að gefa vín þegar
ástæða þótti til, s.s. ef veður var vont og vinna ströng.
Heimilt var að vcita saltfisk, ef nýr fiskur fékkst ekki, cn til slíks kom
þó aldrei. Sama er að segja um smjör, en í þess stað var notað smjörlíki.
Um nýtt kjöt var hcldur ekki að ræða, nema einstaka sinnum í úthalds-
byrjun, og þá yfirleitt nauta- eða hrossakjöt. Hið venjulega kjötmeti var
saltað kindakjöt, oft af rollum. Kjötið var annað hvort vegið hrátt, skv.
ákvæðum í reglugerð, eða skammtað beint upp úr pottinum af kokk-
inum. Þetta gat verið mismunandi eftir útgerðum.
Kex og skonrok voru algengustu liörðu brauðtegundirnar. Einnig
kom fyrir afbrigði af skonroki, s.k. kavringur (sbr. d. kavringer), og
stundum kringlur. Skonrok var samskonar brauð og á dönsku og
norsku kallast skonrogger (úr þýsku schön + Roggen).|y Enskt samheiti
fyrir harðar brauðtegundir er hiscnits, en knall á sænsku, svo annað
dæmi sé tekið. f Skandinavíu, Þýskalandi, Hollandi og Rússlandi voru
18. Stjórnartíðindi 1901 B: 4 (Þetta er ekki bein tilvitnun).
19. Henningsen 1976: 15. Innflutningur á mjöli fór í vöxt á 18. öld en hafði áður verið
lítill. Þá var m.a. flutt inn skonrok og „skipsbrauð" (sbr. d. skibsbreid) sem bakað var
úr hvciti (]ón J. Aðils 1919: 440 o.áfr.).