Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 34
54
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
4. Vistaforði, varðveisla matvœla og skortur
Venjulega kom vistaforðinn úr verslun útgerðarmannsins, ef hann var
jafnframt kaupmaður, og var það algengast. Undir öðrum kringum-
stæðum var skipt við einhverja verslun í heimahöfn. Vistaforðinn
samanstóð einkum af kindakjöti, brauði, kornvörum, kaffi, te, sykri og
smjörlíki eins og áður greinir. Ennfremur má nefna vatn og ýmislegt
smávegis, sem of langt yrði upp að telja.
Varðveisla matvæla var lengi miklum vandkvæðum háð til sjós. Ekki
síst var það mikilvægt að hafa geymsluþolinn vistaforða á seglskipum,
sem sigldu landa á milli. Helstu varðveisluaðferðirnar á þessum tíma
voru eftirfarandi: þurrkun, söltun, reyking, harðbökun, sultun, leggja í
kryddlög, edik og þess konar. Matarbirgðirnar lágu stöðugt undir
skemmdum vegna raka, rotnunar, myglu o.fl. Þar að auki voru vist-
irnar yfirleitt ekki þær ferskustu á markaðnum, eða í hæsta gæðaflokki.
Reyndu útgerðarfyrirtæki oft og einatt að kaupa sem ódýrastan mat og
minnka þannig rekstrarkostnaðinn, einkum þau sem skiluðu litlum
arði.37 Margt af þessu á einnig við um íslenskar skútur, og skal nú snúið
að matvælageymslu á þeim.
Vatnið var geymt á sérstökum tönkum í fremsta hluta lestarinnar sem
voru fylltir fyrir hverja veiðiferð. Þó kom fyrir á norðlenskum skipum
að það var haft í stórum tunnum á þilfarinu.38 Vatnsbirgðirnar voru af
skornum skammti og þurfti ávallt að gæta fyllstu sparsemi. Fyrst og
fremst var það ætlað til eldamennsku og drykkjar, en ekki þvotta og
þess háttar. Persónulegu hreinlæti áhafnarinnar var þannig sniðinn mjög
þröngur stakkur.
En hvernig var svo þetta vatn? Samkvæmt upplýsingum heimildar-
manna var það annað hvort fremur gott eða slæmt, en aldrei mjög gott.
Ýmis atriði skiptu máli í þessu sambandi, t.d. gæði vatnstanks og lengd
veiðiferðar. En við geymslu fúlnar vatnið auðvitað smátt og smátt, ekki
síst til sjós. í sumum höfnum, t.d. Stykkishólmi, var það lélegt frá
byrjun og því reynt að nálgast það annars staðar.39 Stundum þraut
vatnið meðan á veiðum stóð og var þá sótt á lífbátnum í cinhverja ána.
Segl var lagt milli þóftna, aftast eða í miðjum bátnum, og ausið upp í
það með fötum. Að því búnu var honum róið til baka að skipinu og
vatninu ausið upp í geymslutankinn. Seinna var einnig notast við sér-
37. Henningsen 1976: 7 o.áfr.
38. ÞÞ 5436: 7.
39. Sbr. Jón Kr. Lárusson 1949: 109.