Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 35
SUNNUDAGUR í LANDI, SÆTSÚPA TIL SJÓS
55
Mynd 3. Gruunteikning af fiskiskútu frá Vestjjörðum sem sýnir tilhögun innréttinga um borð.
(Gils Gtiðmundsson 1977 IV: 147, 37. tnynd.)
stakan vatnspoka, sem ýmist var hífður um borð og tænrdur beint í
tankinn, eða ausið úr með fötum.40
Matarbirgðirnar voru venjulega geymdar í fremsta hluta lestarinnar,
en einnig í sérstökum skápunr í káetunni ef skömmtun fór fram um
borð. Einkum átti þetta við um kaffi, te, sykur og smjörlíki. Þar að
auki hafði kokkurinn alltaf eitthvað af matvörum í lúkarnum til dag-
legra nota. Kex og skonrok, senr harðbökuðust til að auka geymsluþol-
ið, komu oft um borð í tunnum eða kössum, en voru stundum hengd
upp í pokum í lestinni. Rúgbrauðin geymdust best í pokum, sem voru
ýmist grafnir niður í saltbirgðirnar, eða lagðir ofan á þær, til að draga
úr hættu á myglu. Á einum stað er talað um, að rúgbrauðspokarnir hafi
verið hengdir upp í saltstíunni.41 Oft voru brauðin grá af myglu í lok
vor- og sumartúra, þar sem þeir voru lengri cn á vetrarvertíð. Þess má
geta, að hinn langi bökunartími brauðanna jók geymsluþol þeirra veru-
lega.
Fyrir hvern túr var ein tunna af saltkjöti flutt um borð og yfirleitt
komið fyrir í lestinni. Á einstaka skipi var hún þó bundin föst við lúk-
arskappann, mastrið eða vantinn, sem ekki taldist alltaf sérlega heppi-
40. Siá svör við spurningu 10.1 í fyrri spurnineaskrá; viðtöl 10. kafli; Guðmundur G.
Hagalín 1952: 213.
41. Sigurður Skúlason 1933: 338.