Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Qupperneq 37
SUNNUDAGUR Í LANPI, SÆTSÚPA TIL SJÓS
57
Raunar voru kartöflur mjög sjaldan á boðstólum fyrir aldamótin 1900.4<’
Sumir segja að þeirra hafi bara verið neytt á kvöldin, til að endast
lengur, og voru eitt til tvö stykki á mann.
Stundum voru vistirnar á þrotum er komið var í heimahöfn að
afloknum túr.47
Sumir skipverja voru afar nægjusamir og spöruðu við sig matinn til
að geta látið ijölskylduna njóta hans líka. Gekk þetta svo langt, að
nokkrir lifðu aðallega á kartöflum og fiski.48 Fyrst og fremst var hér um
fátæka heimilisfeður að ræða, en á þessum tíma var fátækt cnn víða við
lýði. Ennfremur reyndu menn að eyða sem minnstu af sykri, smjörlíki
og brauðmeti, sérstaklega skonroki og kexi. Það kom líka fyrir hjá
öðrum að afgangur varð af harða brauðinu, og var það þá venjulega
tekið mcð heim. Einstaka þoldu ekki saltkjötið, eða neituðu sér um
það, og létu sinn skammt ganga til fjölskyldunnar.
Eg man eftir þó nokkrum eldri mönnum, scm voru búsettir í Reykja-
vík og nágrenni, sem fóru nálega alltaf með brauð og kex heim til
sín eftir hvern túr. Þeir lögðu sig fram með að spara sér þetta.
Stundum fcngu þcir líka viðbót hjá félögum sínum.47
5. Reglulegir matar- og kaffitímar
Oll matseld fór fram í lúkarnum, scm var aðalvistarvera undirmanna,
svefnklefi og borðsalur um leið. Yfirmenn snæddu hins vegar í káetunni
og var hún jafnframt íverustaður þcirra um borð. Fyrir hina fjölmcnnu
áhöfn, iðulega 20—30 manns á Reykjavíkurskútunum, var lúkarinn
þröngur og loftræsting takmörkuð. Ægði þar saman alls kyns dóti,
sjóklæðum, stígvélum o.fi., en pláss af mjög skornum skammti til að
lcggja frá sér hlutina. Það gcfur því auga leið að erfitt hefur verið að
halda slíkum stað hreinum, hvað þá röð og rcglu. Lyktin var heldur
ckki hin besta, a.m.k. fyrir viðvaninga. Flér blandaðist m.a. saman
þcfur frá slori, matscld, óhrcinum fatnaði og svita. En eflaust hata
menn vanist fljótt þessu þægindasnauða umhvcrfi, sem allt borðhald fór
fram í. Vcrt cr að hafa í huga, að kröfugerð í þessum efnum var ekki
hin sama og í dag. Hin sjálfsögðu hreinlætisviðhorf nútímans eru
þannig engan veginn sjálfgefin og háð menningu hvers tíma og svæðis.
46. Vilhjálmur Þ. Gíslason 1945: 419.
47. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson 1963: 68.
48. Guðmundur G. Hagalín 1953: 207.
49. ÞÞ 5804: 7.11.