Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 51
SUNNUDAGUR Í LANDI, SÆTSÚPA TIL SJÓS
71
einnig í einhverjum mæli, að hásetar hituðu kaffi til skiptis á kvöldvakt-
inni. Stundum átti sér stað, að viðvaningur sæi um kaffið á kvöld- og
næturvakt.94
5.6 Nceturkaffi
Eins og áður segir átti kokkurinn frí á nóttunni og af þeim sökum
skiptust menn á um að laga kaffi á hundavaktinni, sem stóð frá mið-
nætti til klukkan fjögur um morguninn. Vanalega var drukkið um vakta-
skiptin. Sá sem kaffið útbjó kallaðist oftast kabyssudraugur eða kabyssu-
kokkur og í einhverjum tilfellum kaffikokkur. Einnig var talað um að eiga
kabyssuna. Nalngiftir þessar, sem voru fastur siður, virðast ekki hafa
haft niðrandi merkingu, enda sluppu engir undan þessari skyldu nema
yfirmenn. Kokkurinn aflaenti viðkomandi háseta ákveðið magn af kaffi,
eða tók það til, áður en hann tor í koju. I góðu fiskiríi var óvinsælt að
eiga kabyssuna, en á hinn bóginn gátu ýmis hlunnindi fylgt stöðunni,
m.a. í aflatregðu. Sums staðar mun kaffikokkurinn hafa átt rétt á
afganginum af sameiginlegum kvöldmat skipverja, t.d. ef verið hafði
súpa eða grautur. Kom þá stundum fyrir, að hann bauð einhverjum
vildarvini sínum um borð að njóta krásanna með sér.95 Ennfremur slapp
hann undan allri vinnu á dekki meðan á þessu stóð. Þar að auki notaði
kabyssukokkurinn oft tækifærið til að líta yfir föt sín og gera við, ef á
þurfti að halda, festa tölur og þess háttar. Bar honum og skylda tii að
vekja frívaktina, um 15-20 mín. fyrir vaktaskiptin, halda eldinum við
líl í kabyssunni og fara með kafifi í káetuna. f eitt skipti er talað um, að
kaffi á hundavakt hafi verið sleppt til að spara kol, og var eldurinn lát-
inn slokkna uppúr miðnætti.96 Stundum þúrfti að þynna kaffið með
vatni ef fyrri vaktin kláraði meira úr katlinum en ráð var fyrir gert. Við
þetta varð það hálfgert skólp og hlaut kabyssudraugurinn skammir
fyrir. Kölluðu menn hann þá eiturbrasara, en kaffið eiturbras. Sömuleiðis
ef það ofsauð vegna vangæslu hlutaðeigandi.97
Eitt dæmi er um háseta, sem lagaði kaffi sitt sjálfur og hafði til þess
sérstaka könnu. Ekki líkaði kabyssukokknum þetta vel og leit á það
sem persónulega móðgun:
94. ÞÞ 5731 7.3, 5216: 7.4, 5326: 7.3, 5441: 7; Sigurjón Einarsson 1969: 42. Svör við
spurningu 7.4 í viðauka benda eindrcgið til þess, að algcngast hafi verið að hásetar
löguðu kaffi á hundavaktinni (kl. 24-4).
95. Guðmundur G. Hagalín 1953: 137.
96. ÞÞ 5632: 7.4.
97. ÞÞ 5444: 7; Sigurjón Einarsson 1969: 43.