Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 55
SUNNUDAGUR l' LANDI, SÆTSÚPA TIL SJÓS
75
Brauðréttir voru algengur næturmatur, eins og áður segir, og oftast
búnir til úr rúgbrauði, smjörlíki, púðursykri og vatni. Gáfu skútukall-
arnir þeim ýmis skringileg heiti, s.s. glás, hundsbelgur og hundsbelgjarglás.
Væri fiski blandað saman við var talað um kattarláfujafning, en ekki var
hann jafn algengur. Af eðlilegum ástæðum takmörkuðu smjörlíkis- og
púðursykursbirgðir manna þessa eldamennsku, sem gat gengið fyrir sig
á eftirfarandi hátt:
Tekið var rúgbrauð og skafin af því myglan. Síðan var nokkuð at
brauðinu brytjað niður í skaftpott og látið í hann allmikið af smjör-
líki og púðursykri. Á þetta var hellt vatni og helst dálitlu af svörtu
kaffi. Því næst var skaftpotturinn settur yfir eld, hrært í og látið
sjóða, uns brauðið var orðið að dökkbrúnu, mjúku og að okkur
fannst sérlega Ijúffengu mauki.|I|H
Önnur aðferð var að bora liolur í hart rúgbrauð og fylla þær með
smjörlíki. Var þeim síðan lokað og brauðinu stungið inn í ofn. Við það
bráðnaði smjörlíkið og varð brauðið mjúkt að innan en hart að utan.
Einnig þckktist að skcra brauðið í þykkar sneiðar, raða þeim á plötu og
c 109
setja ínn 1 otn.
Örsjaldan kom fyrir að menn slógu sér saman og bökuðu pönnukök-
ur, t.d. á nóttunni, cða ef ekki var unnt að fiska vegna veðurs.
Ekki var laust við að matartilbúningur áhafnarinnar orsakaði reyk og
þungt loft í lúkarnum. Samt sem áður virðist kokkurinn ekki hafa verið
mótfallinn þcssari eldamennsku, svo framarlega sem menn vöskuðu
upp cftir sig, eða stálu ekki af vistforða hans. En sumir áttu það til að
krækja sér t.d. í dósamjólk fyrir glásina, eða hvciti í klatta. Stundum
brugðu yfirmenn sér niður í lúkar og matbjuggu eitthvað handa sér.
Um þetta segir skipstjóri nokkur:
Sjálfur hafði ég oft gaman af því að fara niður á nóttunni og brasa
ýmislcgt ofan í mig. Ég velti þá kinnum upp úr hveiti og steikti
þetta, og þótti herramannsmatur, og ekki bráðónýtt á vaktinni,
þegar kalt var.1111
108. Guðmundur G. Hagalín 1952: 152.
109. ÞÞ 5326: 7.10, 5303: 7.10, 5294: 7.10.
110. Thorolf Smith 1955: 91.