Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 59
SUNNUDAGUR í LANDl, SÆTSÚPA TIL SJÓS
79
Áður hefur vcrið fjallað um crfiðlcika í sambandi við varðvcislu mat-
væla og hvernig vistforðinn spilltist smátt og smátt. Þctta var náttúru-
lcga illa séð, en þýddi samt scm áður ekki að sjómennirnir væru alfarið
á móti fæðinu. Beindist óánægjan fyrst og fremst gegn lélegum og
skcnnndum vörum. Þannig þótti sumum t.d. gott skonrok, dósamjólk
cða púðursykur. Öðrum líkaði í hcild sinni vel við fæðið, cnda áttu þcir
ckki bctra að vcnjast heima.1"6 Mjög óvcnjulcgt var að maturinn væri
gagnrýndur opinskátt og aðcins einu sinni geta heimildarmenn um
slíkt. Orsökin var myglað og óætt smjörlíki og hótaði stýrimaðurinn
uppsögn cf því yrði ekki kippt í lag. Mótmælin skiluðu tilætluðum
árangri og fékk áhöfnin þar að auki hollenska dósamjólk í sárabætur.I2'
Annað dæmi um slíkt andóf var þegar hálfétinn kjötbiti og skcmmd
kartafla voru hcngd upp í flaggstöng útgerðarmanns nokkurs.12*
Algengari tcgund mótmæla voru ádeilukvæði eða vísur, sem beindust
gegn fæðinu, og cinhver hagyrðingur um borð hafði sett saman. Yfir-
leitt höfðu vísur mikilvægu hlutverki að gcgna í innbyrðis samskiptum
áhafnarinnar. Þær tjáðu löngun, óánægju, réðust gegn ranglæti og
höfðu að geyma ýmsar athugasemdir um lífið til sjós. Þar að auki ortu
ínenn vísur til að nota í dcilum eða gcra grín að náunganum, þótt
sjaldnast væri beinlínis um aðsúg (nwbbing) að ræða. Góð vísa gat verið
betra vopn en talað mál og e.t.v. flogið víða. Af þessum sökum var
æskilcgt að hægt væri að borga fyrir sig í sömu mynt. Vísur sem gagn-
rýndu aðbúnað um borð virðast aldrei hafa vcrið fluttar í áheyrn yfír—
manna eða fulltrúa útgerðarinnar. Þess í stað gengu þær á milli háset-
anna og eflaust víðar.
Eitthvað af þcssum skáldskap hafði það hlutverk citt að vera til
skemmtunar, og er það ckki svo lítið. M.a. var um klámvísur að ræða,
en aðrar höfðu að gcyma ýmiss konar kamarfyndni. Ekki cr útilokað,
að á þennan hátt hafi menn fcngið nokkra útrás fyrir hinar duldu hvatir
sínar.
Vcrða nú gefin fáein dæmi um vísur sem gagnrýndu fæðið um borð:
Lífið á „Fríðu“ cr lciðindafullt
lifa þar allir við hungur og sult,
baunirnar fúlar og horkctið hrátt
í helvíti varla þeir ciga svo bágt.l2y
126. ÞÞ 5441: 7, sbr. 5750: 7.7.
127. ÞÞ 6614: bls. 9.
128. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson 1964: 189.
129. ÞÞ 5304: 7.5.