Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 72
92
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Teiktiitig 3. Steinar ofan á kutttli.
Bcinagrindin lá á vinstri hlið með hnén kreppt. Fætur sneru í
norður, höfuðið í suður og andlitið horfði vestur, eða því sem næst.
Vinstri handleggur lá niður með líkamanum en sá hægri var krepptur
um olnboga og lá yfir bringunni, svo hægri hönd hélt utanum vinstri
handlcgg rétt ofan við olnboga. Við vinstri hlið bcinagrindarinnar,
framanvið andlitið, lá brýni. Til fóta lá hundsbeinagrind í eðlilegum
stellingum á hliðinni, þversum í gröfinni. Örlitlar tréleifar mátti sjá á
öðrum fótlegg mannsbeinagrindarinnar, til hliðar við liana og á einum
stað undir henni. Einn nagli fannst í gröfinni, vinstra megin við beinin
í mjaðmarhæð. Má vera, að búið hafi vcrið um gröfina með notuðum
spýtum og naglinn hafi þá verið fyrir í þeim. Eins getur hugsast, að
hinn látni hafi fengið með sér eitthvert áhald úr tré með nagla í.
Beinin voru sæmilega á sig komin. Fingur- og tákjúkur voru mikið
eyddar og rifbein einnig, einkum hægra megin.
Lítill vafi virðist á því, að hér sé um að ræða annað kuml úr heiðnum
sið. Ekki reyndist þó unnt að aldursgreina það nánar. Brýnið er 31 sm
á lengd og um 2,5 sm breitt um miðjuna og mjókkar niður í um 1 sm