Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 82
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
leirborna malargrunn, látið bakkana flá sinn hvorum megin, gert stokk
niður í miðju, og var ávali á börmum rásarinnar, en horn allskörp við
botn. Þekjugrjótið var látið hvíla í bratta eða á litlum syllum neðan
skurðhliða, ofan við hefur svo verið fyllt upp jafnhátt velli með ösku-
blandinni mold. Leiðslunni hallaði vestur. Greina mátti talsverða hlykki
á rauf, og á veggjum hennar voru bungur og dældir, grjótið í þekjunni
var flatvaxið og allóreglulegt að lögun, flestir steinanna náðu yfir, en
aðrir þöktu glufur, bæði var hér hveragrjót og blágrýti, og var meira af
hveragrjótinu. Á botni rásar og veggjum gat að líta blásvarta hrúður-
skán, um og innan við 1 cm á þykkt. Var hún eiginlega samfelld og náði
víðast að barmi, nokkur merki hennar, skellur og litlar dröfnur, sáust
svo báðum megin á steinum. Allvíða hafði skánin sprungið og flagnað.
í leiðslu þeirri, sem vatn rennur í frá Skriflu að Snorralaug (í), situr
þykkt lag leirleðju á botni og veggjum rásarinnar, en hún var grafm
eins og þessi og byggð á sama hátt. Sjá má þar leðjuna á steinunum í
þckju. Skánin mun til orðin, þegar slík leðja þornar. Varmi var í jörð
á báðum þessum stöðum.
Hlé varð á athugun frá 22. til 27. september. Er aftur kom í Reyk-
holt, var könnunarskurðurinn lengdur og breikkaður. Gerð leiðslunnar
hélst óbreytt. Við austurenda var dýpt 1,28 m, bilið frá þekju að botni
0,33 m, breidd steinsins þarna 0,45 m, rásin 0,17 m á vídd í miðju. Ekki
verða greind mörkin uppi við völl, en milli skila moldar og malar og
rásarbotnsins eru um 0,85 m. Leirinn er grár, og hélst sá litur nokkurn
veginn á svæðinu öllu. Niðri við skil sást roði í mold. Mun roði þessi
stafa af gufuuppstreymi. Að leiðslunni var grafið á þremur stöðum
öðrum, austan hvilftarinnar við Snorralaug (skurður B), miðja vegu
milli þess staðar og fundarstaðar (skurður C), og loks í námunda við
Skriflu (skurður D). Liggur leiðslan (2) samhliða og skammt ofan við
stokkinn, sem vatn rennur í til laugar. Alls staðar steig upp gufa og
jörðin var volg. Ekki duldist, að hér var um að ræða fornt mannvirki.
Skurðurinn, sem menn grófu ofan frá kennarabústað fyrir skolp-
leiðslu þaðan, hafði verið gerður um 0,7 m á dýpt og um 1 m á breidd.
Hann var dýpkaður um fet næstu 16 m í norður frá fundarstað. Bráð-
lega tók jörð að volgna og gufa að koma upp. Um 6 m frá hinum
nýfundna stokk sáust hellur í botni, og kom hér í ljós leiðsla (leiðsla 3
skurður E; mynd 2, teikning II). Var þetta 28. september.
Svo hagaði til, að gerður var skurður niður mold og malargrunn í
brekkunni, var flái á bökkurn, í miðju gerð íhvolf gróp, tæplega fingur-
djúp, en um hálf spönn milli barma, og lagðar blágrýtishellur yfir, sátu
hellurnar á þrepum undir sneiðingunum sitt hvorum megin. Ekki sést