Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 82
102 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS leirborna malargrunn, látið bakkana flá sinn hvorum megin, gert stokk niður í miðju, og var ávali á börmum rásarinnar, en horn allskörp við botn. Þekjugrjótið var látið hvíla í bratta eða á litlum syllum neðan skurðhliða, ofan við hefur svo verið fyllt upp jafnhátt velli með ösku- blandinni mold. Leiðslunni hallaði vestur. Greina mátti talsverða hlykki á rauf, og á veggjum hennar voru bungur og dældir, grjótið í þekjunni var flatvaxið og allóreglulegt að lögun, flestir steinanna náðu yfir, en aðrir þöktu glufur, bæði var hér hveragrjót og blágrýti, og var meira af hveragrjótinu. Á botni rásar og veggjum gat að líta blásvarta hrúður- skán, um og innan við 1 cm á þykkt. Var hún eiginlega samfelld og náði víðast að barmi, nokkur merki hennar, skellur og litlar dröfnur, sáust svo báðum megin á steinum. Allvíða hafði skánin sprungið og flagnað. í leiðslu þeirri, sem vatn rennur í frá Skriflu að Snorralaug (í), situr þykkt lag leirleðju á botni og veggjum rásarinnar, en hún var grafm eins og þessi og byggð á sama hátt. Sjá má þar leðjuna á steinunum í þckju. Skánin mun til orðin, þegar slík leðja þornar. Varmi var í jörð á báðum þessum stöðum. Hlé varð á athugun frá 22. til 27. september. Er aftur kom í Reyk- holt, var könnunarskurðurinn lengdur og breikkaður. Gerð leiðslunnar hélst óbreytt. Við austurenda var dýpt 1,28 m, bilið frá þekju að botni 0,33 m, breidd steinsins þarna 0,45 m, rásin 0,17 m á vídd í miðju. Ekki verða greind mörkin uppi við völl, en milli skila moldar og malar og rásarbotnsins eru um 0,85 m. Leirinn er grár, og hélst sá litur nokkurn veginn á svæðinu öllu. Niðri við skil sást roði í mold. Mun roði þessi stafa af gufuuppstreymi. Að leiðslunni var grafið á þremur stöðum öðrum, austan hvilftarinnar við Snorralaug (skurður B), miðja vegu milli þess staðar og fundarstaðar (skurður C), og loks í námunda við Skriflu (skurður D). Liggur leiðslan (2) samhliða og skammt ofan við stokkinn, sem vatn rennur í til laugar. Alls staðar steig upp gufa og jörðin var volg. Ekki duldist, að hér var um að ræða fornt mannvirki. Skurðurinn, sem menn grófu ofan frá kennarabústað fyrir skolp- leiðslu þaðan, hafði verið gerður um 0,7 m á dýpt og um 1 m á breidd. Hann var dýpkaður um fet næstu 16 m í norður frá fundarstað. Bráð- lega tók jörð að volgna og gufa að koma upp. Um 6 m frá hinum nýfundna stokk sáust hellur í botni, og kom hér í ljós leiðsla (leiðsla 3 skurður E; mynd 2, teikning II). Var þetta 28. september. Svo hagaði til, að gerður var skurður niður mold og malargrunn í brekkunni, var flái á bökkurn, í miðju gerð íhvolf gróp, tæplega fingur- djúp, en um hálf spönn milli barma, og lagðar blágrýtishellur yfir, sátu hellurnar á þrepum undir sneiðingunum sitt hvorum megin. Ekki sést
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.