Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 83
FORNAR LEIÐSLUR í REYKHOLTI f BORGARFIRÐI
103
2. Skurður E, gufustokkur. Horft til austurs yfir hellur gufustokksins. Tretuh E. Looking east
over steam conduit construction.
þarna neinn halli á leiðslunni. Þunnt, rauðleitt moldarlag lá ofan á
þekjusteinunum. Gufu lagði fram úr rásinni og finna mátti yl úr jörðu,
svo var og annars staðar, þar sem grafið var að stokk þessum. Þótti lítill
vafi á, að allur umbúnaður þessi hlyti að vera forn. Ekkert hrúður var
þarna að sjá, og staðurinn lá það hátt, að vatn hefur ekki runnið þarna
frá Skriflu, eins og í leiðslunum tveimur neðar í brekkunni, heldur var
annarra skýringa að vænta. Til könnunar var grafin gryija í dálítilli
hvilft vestur í brekkunni og var þangað um 24 m spölur. f ljós kom
endi stokksins (skurður F). Gerðin hélst óbreytt í höfuðatriðum. Var
leiðslan látin sveigja til suðurs og undan brekkunni nokkru ofar.
Skurður hefur verið grafinn í brekkuna, en skilin við yfirborð sáust
ekki. Voru hliðar þarna ýmist lóðréttar eða með örlitlum fláa, barmar
voru ávalir en eins og áður var grópin í miðju, þrep við og þekjan látin
ná að skurðveggjum. Hjá sveigjunni var stokkurinn láréttur í jörð, en
þaðan mátti greina dálítinn halla að enda. Dýpi minnkar, eftir því sem
sunnar dregur, en þar verður moldin hins vegar meiri. Rásin á þessum