Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 85
FORNAR LEIFDSLUR í REYKHOLTl í BORGARFIRÐI
105
3. Skurður F. Etidi gufuleiðslu að vestan. Sjá rná hvar leiðslan beygir til austurs. Trench F. The
west end of the steam conduit.
kafla er með íhvolfu lagi, nema að framanverðu, og er þar í henni flatur
botn, í þekjunni er hellulaga grjót, og lögunin óregluleg nokkuð,
smásteinar settir yfir glufurnar, og liggja flestir úti við jaðra. Er hér
byrgt með blágrýti og hveragrjóti. Sjá mátti, að meira var haft af blá-
grýtinu. Menn hafa svo fyllt skurðinn með öskublandinni mold. Eins
og á fundarstað lá þunnt lag moldar með öðrum lit á stokknum, var
hún rauðbrún og alldökk. Við fremri hluta bar minna á leir í mölinni,
fremst var mjög leirlítið, en þar sandur, og hjá fremsta leiðslusteini
kom í ljós mikill fjöldi láréttra leirskorpulaga, næstum hvítra, og mjög
þunnra. Jarðvegur þessi byrgði rásarmunnann. Skurðbútur var grafinn
suður frá enda leiðslunnar, og annar austur, en ekki var þar neinar forn-
leifar að sjá. í syðri skurðbútnum sást, að leirskorpulögin ná langt niður
og fram. Á svæðinu var roði í mold næst grunnjarðvegi (mynd 3).
í könnunarskurði, gröfnum 16 m austan Snorralaugar (skurður B),
komu báðar neðri leiðslurnar fram. Lágu þær djúpt í grunnmöl, urn 3
m á milli þeirra, og mjókkaði bilið vestur. Roði var í mold næst möl-