Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Qupperneq 86
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
4. Skttrður B. Vatnsstokkur 2, skammt frá Snorralaug. Trench B. Hot water cotiduit 2, close
to Sttorralatig.
inni. Gcrð efri leiðslu hélst hér óbreytt, skurður með fláa og stokkurinn
í ntiðju, voru steinar lagðir yfir raufina, og fyllt að velli með öskubland-
inni mold. Nokkurt þrep var fyrir grjótið. Stokkurinn var hlykkjóttur,
veggjum hallaði talsvert til norðurs, botn flatur, barmar ávalir, allflatt
grjót í þekju, og lagðir smásteinar yfir glufurnar, var lögun grjótsins
óregluleg, og hcr hvort tveggja, hveragrjót og blágrýti, blágrýtissteinar
voru fleiri. Veggina í rás og botninn þakti blásvört hrúðurskán, sem
náði nær alveg að börmum, og sjá mátti hennar merki á þekjustein-
unum báðum megin. Ekki urðu greind mörkin uppi við völl. Par sem
teiknuð er þverskurðarmynd, cr dýpt að þekju 1,27 m, dýpt rásar 0,55
m, og vídd um og innan við 0,2 m, en frá skilum grunnjarðvegs að
steinum um 0,35 m (nrynd 4, teikning III).
Enn var grafinn skurður um 25 m austar í brekkunni (skurður C).
Kom lciðsla þessi í Ijós þar. Sást hér ekki annar jarðvegur en mold, og
var hún rauð mjög. Gerð stokksins hélst sem verið hafði. Dýpt að
þekju var þarna um 0,58 m, gryfja ofan stokks fyllt öskublandinni mold