Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 88
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. Gufustokkur í nœrmynd. Horft til vesturs í skurði E. Steam conduit iti close-up. Trench E,
lookitig west.
og mörk við völl var ekki að sjá. í þekju voru flatvaxnir blágrýtissteinar
og syllur undir, en blásvört hrúðurskán í rás og á steinum.
Þar sem efsta leiðslan fannst, var gerður könnunarskurður austur til
þess að fylgja henni eftir (skurður E). Strax við eystri hlið skolpleiðslu-
skurðarins sveigði hún lítið eitt suður, og fyrsta metrann snögghallaði
austur og í áttina niður að hver, eftir það lá leiðslan lárétt íjörð. Var nú
alveg ljóst, að stokkur þessi hefur verið gerður fyrir gufu.
í þckju mátti sjá flatvaxið blágrýti, lagðir voru smásteinar yfir göt,
og var margt þcirra við jaðrana. Ofan á lá gulhvítur leir, víða talsvert
lag, (sjá snið í skurði G, liður 5) og í leir og á steinum gat að líta lög
dökkrar moldar mcð rauðleitum blæ. Teiknuð var mynd þversum yfir
skurðinn um 0,86 m frá enda að austan. Er dýptin að rásarbotni 1,39 m,
en frá skilum við möl um 0,95 m, fyllt var að velli með öskublandinni
mold, en ekki sáust mörk að ofan glögglega (mynd 5).
Austur í brekkutaglinu, um 22 m frá Skriflu, mátti svo sjá alla stokk-
ana þrjá í könnunarskurði, sem þar var grafinn (skurður D). Lágu þeir
næstum lárétt, og stefndu að hvernum, hinn nyrsti djúpt í jörð, en
grunnt að hinum tveimur sunnan við. Gulleitt leirlag var þarna á