Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 89
FORNAR LEIÐSLUR I REYKHOLTI I BORGARFIRÐI
109
6. Skurður D. Leiðslurnar þrjár skammtfrá Skrijht, horft til suðausturs. Gufustokkurinn er neðst
á mynd. Trench D. All three of the conduits are displayed close to the hot spring Skrifla. The
steam conduit is at the bottom.
mörkum grunns og moldar. Gerð stokkanna var hin sama og annars
staðar. Við hinn nyrsta risu skurðhliðar lóðrétt, uppfyllingarmold náði
þar næstum að yfirborði, og var hún blönduð grjóti og möl með brún-
rauðunr lit og gljái á. Dýptin frá barmi skurðar að þekjunni var 1,18 nr.
Pekjusteinarnir, flatvaxið blágrýti og hveragrjót, og þetta þó nær ein-
göngu blágrýti, en mógulur leir ofan á, náðu út að skurðveggjum, og
var breidd þarna um 0,4 m. Rásin, íhvolf að lögun, lá í miðju, sitt
hvorunr megin sáust gerð þrep fyrir steinana. Bilið að næsta stokk
sunnan við var 0,7 m minnst. Dýpt að steinum var þar rúnrlega 0,3 m,
en mest breidd þekju um hálfur metri. Ofan á henni lá þunnt rauðbrúnt
moldarlag (mynd 6).
Leiðslan, sem hið heita vatn rennur í að Snorralaug, hefur verið talin
gönrul mjög. Sú nýfundna ofan við virðist eldri. Allt bendir til þess, að
í henni hafi verið veitt vatni frá hvernum að Snorralaug. Ekki er vitað,