Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 95
FORNAR LEIÐSLUR í REYKHOLTI í BORGARFIRÐI
115
8. Gamlí Reykholtsbœrinn og kirkjan. The front of the oldfarmhouse at Reykholt and the church.
Forn hitaveita
Annar möguleiki á hlutverki gufustokksins er sá, að hann hafl verið
lagður inn í bæinn til upphitunar. Því miður er okkur ekki kunnugt um
neinar heimildir um slíka notkun jarðhita fyrr á öldum. Reyndar var
gufa notuð til að hita upp hýbýli manna, og þá einkum baðstofur, en
það var gert með því að skvetta vatni á glóandi steina. Á þess konar
kyndingu er ágæt lýsing í riti Arngríms lærða, Crymogæa, sem rétt er
að nefna. Þar segir á bls. 136—137: ,,..en þeir (íbúarnir) nota baðstofur
og ofna hlaðna úr steinum og hellum, en út um þá logar auðveldlega.
Þegar þeir eru orðnir alglóandi af eldsmagninu og rokið er úr baðstof-
unni, var skvett köldu vatni á ofngrjótið, og af því breiðist hitinn ræki-
lega um allt húsið og helst ágætlega við af veggjum og þaki úr torfi.“
Af þessari frásögn má ráða að gufa sem kom frá einum ofni hafi getað
hitað allt húsið. Ef það er rétt, ætti hveragufa sem leidd er inn í eitt her-
bergi hússins, að hafa getað hitað upp allt húsið, ekki síður en ofngufa.
Nú ber að hafa það í huga að afar litlar líkur eru til þess, að bærinn
hafi staðið á þeim stað sem gufuleiðslan endaði, á brekkubrúninni norð-
austan við Snorralaug. Þar hefur í besta falli getað verið ysta húsið í
bæjarröð. Síðasti torfbærinn í Reykholti stóð vestast á bæjarhólnum,
samhliða kirkjunni.og sneri stöfnum til vesturs (mynd 8). Að öllum lík-
indum stóð bærinn áður á svæðinu austan við. Þó tæplega nógu langt
til austurs til að endi gufuleiðslunnar hafi getað átt við hann.