Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 98

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 98
118 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Þorvaldur er á ferðinni á árunum 1882—1898 og þá er nýbúið að leggja niður eitt af fáum þekktum þurraböðum og gera kálgarð í þess stað. Þetta er dæmi þess að notkun þurrabaða sé á undanhaldi á 19. öld. Auk ofangreindra staða er kunnugt um fleiri svipaða staði, svo sem á Baðsheiði, í Hrafnkelsdal, að Sturlureykjum og að Laugarvatni. Tímasetning Um aldur stokksins er ekki gott að segja út frá þeim takmörkuðu rannsóknum sem gerðar voru. Afþykkt mannvistarlaganna sem mynd- ast hafa ofan á það yfirborð sem stokkurinn er grafinn í, má draga þá ályktun að hann sé nokkuð gamall. Tilvitnanir hér að ofan í ferðabækur frá 18. og 19. öld, þar sem gufuleiðslunnar í Reykholti er hvergi getið, benda til þess, að hún hafi ekki verið þekkt á þeim tíma. Telja má full- víst að jafn-merkilegt mannvirki hefði verið tíundað rækilega af ferða- bókahöfundum, ef það hefði þá verið í notkun. Þannig má kannski segja, að skortur á heimildum frá þessum tíma bendi frekar til þess að stokkurinn sé mun eldri en ferðabækurnar. Án frekari rannsókna á staðnum, þar sem m.a. afstaðan til bæjarins yrði vandlega könnuð, er ekki hægt að setja mjög þröng tímamörk á þetta mannvirki. Það að notkun gufubaða hafi farið minnkandi frá 14. öld hefur verið sett í samband við eyðingu skóga og þar með eldsneytisskort. E.t.v. má einmitt sjá gufuleiðsluna í Reykholti í því samhengi. Af jarðlögunum umhverfis stokkinn mátti ráða, að hann tilheyrir ekki elsta byggingarskeiði Reykholts, og flest virðist benda til að hann sé eldri en frá 17. öld. Freistandi er að álykta að gufuleiðslan sé lögð á svip- uðum tíma, eða eldri, en önnur sams konar mannvirki á staðnum, sem eru vatnsleiðslurnar að Snorralaug og talin eru frá miðöldum. Þannig benda flest rök til þess að hægt sé að tímasetja gufustokkinn með nokkrum rétti til miðalda og fátt sem mælir gegn því. Eftirmáli Það vekur jafnan furðu okkar sem vinnum að umsjón og verndun menningarsögulegra minja hér á landi, hve kærulausir og sljóir íslend- ingar virðast vera fyrir fornminjum sínum. Gildir einu hvort um er að ræða skipulagsyfirvöld, bæjar- og sveitarfélög, vegagerð, verktaka, bændur eða aðra einstaklinga. Með fáeinum undantekningum virðast flestir telja það sjálfsagt að vaða með gröfur sínar og ýtur yfir hvað sem er, jafnvel yfir friðlýstar minjar. Framkvæmdir í Reykholti undanfarna áratugi eru að mörgu leyti dæmigerðar fyrir þetta kæruleysi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.