Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 110
130
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
tengja þær nafn hólsins við Grundar-Helgu. Er það að vonum, þar sem
svo fræg kona átti í hlut, jafnvel þótt hún kunni að vera þjóðsagnaper-
sóna, að einhverju eða öllu leyti.
Ef Helgu væri ekki til að dreifa, væru trúlega ekki til meiri sagnir um
þennan hól en flesta aðra hóla með svipuðu nafni, en til eru fjölmargir
Helga- og Helguhólar í landinu, þar af fimm í Eyjafirði. Verður nánar
greint frá þeim hér á eftir.
Sú tilgáta var sett fram í upphafi greinarinnar, að flestir íslenzkir forn-
mannahaugar yrðu líklega að flokkast með átrúnaðarstöðum, og einna
augljósast virðist það vera hvað varðar Hclga- og Hclguhólana, enda
vitna nöfn þeirra ótvírætt til þess, að þeir hafi verið einhvers konar
helgistaðir, líklega í heiðnum sið upphaflega, en sjálfsagt hefur eimt
lengi eftir af þeirri helgi, a.m.k. einhverjar aldir eftir að kristni var lög-
tekin. Síðar fara menn svo að setja þessa hóla í samband við karla eða
konur með Helga-nafni, í samræmi við þá áráttu íslendinga, að telja bæi
og önnur megin-örnefni yfirleitt kennda við menn. Pá hafa flestir hólar
með þessu nafni verið gerðir að haugum viðkomandi persóna, sem
flestar eru raunar tilbúnar líka.
Pví verður að vísu ekki neitað, að Hclgi og Hclga hafa verið nokkuð
algeng mannanöfn hér á landi frá upphafi vega, og eru enn í sumum
grannlöndum okkar, svo sem í Danmörku, enda er talið að Helgi og
skyld mannanöfn (Hölgi, Holger, Oleg, Olga o.fl.), hafi verið auknefni
hins heilaga áss, Þórs, sem var almennast dýrkaður um öll Norður-
lönd.
Þannig má ætla, að hólar með þessum nöfnum hafi verið tileinkaðir
Þór sérstaklega, og á þeim eða við þá, hafi etv. verið hörgar þar sem
guðinn var dýrkaður. Eftir að kristni kom í landið, var það altítt, að
menn skiptu á Þór og Kristi, og tók sá síðarnefndi þá við helgi hins
fyrrnefnda og etv. einnig helgistöðum hans sumsstaðar.
Nærtækt er að setja Helguhól á Grund í sambandi við Helga hinn
magra, sem á að hafa búið í Kristnesi, aðeins fáum km utar í sveitinni,
þar sem hann var talinn nokkuð blendinn í trúnni, og hét á Þór í stór-
ræðum, þótt ætti að heita kristinn.
Helguhóll á Grund, er sem kjörinn til að vera helgistaður, bæði vegna
stærðar og tíguleika, og þó ekki síður vegna hins stórfenglega
umhverfis og útsýnar þaðan, sem fyrr var á minnzt.
Grund í Eyjafirði hefur frá ómunatíð verið kirkjustaður og þingstað-
ur. Þar var fyrr á öldum haldið svonefnt þriggja hreppa þing, fyrir
Saurbæjar-, Hrafnagils- og Öngulsstaðahreppa. Nefnist þingstaðurinn