Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 119
HAUGSNES
139
að haugurinn hefði verið þar en ekki þar sem hann er, austan á nesinu,
skammt frá sjó.
Allskammt frá landi austan við nesið er sker eitt aflangt gegnt haugn-
um. Heitir það Þórðarboði, og segja munnmæli að skip Þórðar hafi far-
izt þar. Eru þessi munnmæli því í mótsögn við Laxdælu, en auðvitað
veit nú enginn hversu gamalt er nafnið á skerinu. En haugurinn er á
mjög líklegum stað miðað við að skipið hafi farizt á Þórðarboða.
Svo segir í frásögn séra Tómasar Sigurðssonar að haugurinn hafi
verið rofinn um aldamótin 1800, hafi þar fundizt járnbútur lítill og
hnífsblað smíðað úr honum. Hann tekur einnig fram stærð haugsins
utan og innan og sé hann að mestu hlaðinn úr grjóti.
Séra Tómas vitnar til Laxdælu í frásögn sinni. Þó segir hann að skipið
hafi farizt fram undan Skálmarfirði, haugurinn standi við sjóinn og þar
fram undan hafi Þórður drukknað. Tómas fylgir því sýnilega munn-
mælunum, að skipið hafi farizt austan við nesið. Ólafur Sívertsen styðst
við svipuð munnmæli er hann segir að skipið hafi farizt fram og suður
undan nesinu.2^
Ég og kona mín komum í Haugsnes 29. júní 1984 í fylgd með Jóni
Finnbogasyni bónda í Skálmarnesmúla. Sýndi hann okkur hauginn og
staðháttu alla. Haugurinn er allvæn þúst, brött að norðan, og er þar
greinileg grjóthleðsla. Að sunnan er hann flatur og laut inn í hann,
sennilega minjar eftir uppgröftinn.
2) Sóknarlýsingar Vestfjarða
bls. 96.