Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 121
ÞÓR MAGNÚSSON
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1987
Starfslið
Hallgerður Gísladóttir, sem starfað hefur um alllangt árabil við Þjóð-
háttadeild, var ráðin í fast starf safnvarðar við deildina frá 1. ágúst.
Hrafnhildur Loftsdóttir, sem verið hefur gjaldkeri safnsins um eins
árs skeið, lét af starfi að eigin ósk hinn 1. september og hafði Þorgils
Jónasson verið ráðinn í hcnnar stað frá áramótum sem forstöðumaður
skrifstofu safnsins.
Þá var Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur ráðin í hálft starf frá 1. júlí,
einkum til að vinna að skráningu kirkjugripa.
Enginn bókavörður hefur cnn verið ráðinn, enda ekki fengizt stöðu-
heimild né fjárveiting fyrir honum.
Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur var ráðin í rannsóknarstöðu, sem
stofnuð var 6. des. 1986 og tengd nafni dr. Kristjáns Eldjárns, svo sem
skýrt var frá í síðustu skýrslu. Mun hún vinna að fornleifarannsókn-
unum að Stóruborg og úrvinnslu efniviðar þaðan og undirbúningi að
útgáfu skýrslu um rannsóknirnar.
Kristín H. Sigurðardóttir og Halldóra Ásgeirsdóttir voru sem fyrr
lausráðnar við Forvörzludcild og unnu þær einkum að viðgerð altaris-
bríkurinnar í Hóladómkirkju. Halldóra var þó aðeins í hálfu starfi, en
síðan var hún í barnsburðarleyfi frá 4. ágúst.
Sýningar og aðsókn
Á árinu voru safngestir 34.892, þar af 6.100 skólanemar.
Yfir sumartímann eru útlendingar ævinlega í meiri hluta, en ekki eru
til tölur um hlutfall útlendinga og íslendinga.
31. janúar var opnuð sýning á Vaxmyndasafninu í Bogasal, sem hefur
ekki verið til sýningar síðan 1969. Var það sýnt til 31. marz og sáu það
4845 gestir, þar af 3587 skólanemendur. Önnuðust Bryndís Sverris-
dóttir safnkennari, Lilja Árnadóttir og Margrét Gísladóttir deildarstjórar
uppsetningu sýningarinnar.