Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 126
146
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Fyrir afgang af framlagi Þjóðhátíðarsjóðs 1986 til deildarinnar og að
viðbættu eigin aflafé vegna myndaútlána var hægt að ráða Hrefnu
Róbertsdóttur sagnfræðing til að starfa við deildina 5. okt.-9. nóv. og
á þeim tíma tölusetti hún og frumskráði óskráðar stórar plötur og
kopíur úr myndasafni Ólafs Magnússonar, hátt á fimmta hundrað
myndir.
Fiskimálasjóður veitti 150 þúsund króna styrk til að kanna nákvæm-
lega og skrá myndasafn Guðbjarts Ásgeirssonar matsveins. Ágúst
Georgsson fil. kand. var ráðinn til verksins og vann að því 24. ágúst-
30. nóvember. Hafði hann tal af um 60 heimildarmönnum sem upplýs-
ingar gátu gefið um myndefnið og má með sanni segja, að síðustu
forvöð séu að rannsaka þessi stórmerku gögn um íslenzkan sjávarútveg
og sjómennsku, því að allir þessir heimildarmenn eru mjög við aldur.
Styrkur Fiskimálasjóðs, sem kom sér afar vel, dugði þó ekki fyrir
kostnaði við verkið og lagði safnið sjálft til það sem á vantaði. Ekki
tókst þó að ljúka verkinu.
Þá vann Rannver H. Hannesson forvörzlunemi, sem sérhæfir sig í
pappírs- og ljósmyndaviðgerðum, á vegum forvörzludeildar við að
hreinsa og setja í réttar umbúðir plötu- og filmusafn Guðbjarts Ásgeirs-
sonar, en því verki varð þó ekki lokið.
Ekki var unnið að kopíeringu mynda á árinu, en Margrét Ingólfs-
dóttir forvörður hjá Morkinskinnu hreinsaði og gerði við 23 gamlar
teikningar úr Mannamyndasafninu. Er þar með búið að koma í gott
horf flestum þeim 18. og 19. aldar rauðkrítarmyndum og teikningum,
scm brýnast var að lagfæra, en allmörgum fleiri þyrfti þó að gera sömu
skil.
Lánaðar voru á árinu um 800 myndir og plötur, ýmist til birtingar
eða einkanota. Er það nokkru minna cn árið áður.
Textíl- og búningadeild
Á árinu var keyptur tölvuprentari fyrir deildina.
Elsa E. Guðjónsson dcildarstjóri sótti stjórnarfund Norræna búsýslu-
háskólans í marz í Osló.
Þá sótti hún fund í Jórvík á Englandi um jarðfundna textíla 6.-9. maí
og flutti þar erindi um vefstaðinn forna og jarðfundna textíla á íslandi,
einkum frá Bergþórshvoli og úr hciðnum kumlum.
Einnig sótti hún Landsþing Kvenfélagasambands íslands á Egils-
stöðum 12.—14. júní og flutti þar ávarp.