Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 127
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1987
147
3.-5. ágúst sótti hún norræna ráðstefnu um þjóðbúninga í Esbo í
Finnlandi og flutti þar erindi um íslenzka þjóðbúninga.
í lok september sótti Elsa afmælisfund Abbegg-Stiftung í Bern og
stjórnarfund og ráðstefnu alþjóðasamtaka textílfræðinga, CIETA, í
Lyon, þar sem hún flutti erindi um gullsauminn frá Hólum í Þjóð-
minjasafni íslands, svo og jafnframt seinni fund í stjórn Norræna bú-
sýsluháskólans í Kaupmannahöfn og Helsingjaeyri. Kannaði hún enn-
fremur söfn í Kaupmannahöfn og Óðinsvéum.
Þá flutti Elsa frásögn í Þjóðfræðafélaginu um þær ráðstefnur, sem
hún hafði tekið þátt í ytra um textílrannsóknir á árunurn 1986 og 1987
og einnig annaðist hún kynningarfund fyrir erlendar sendiráðskonur á
vegum utanríkisráðuneytisins í safninu 21. janúar, en þar var sýnt
myndbandið íslenzkir þjóðbúningar, sem Samstarfsnefnd um íslenzka
þjóðbúninga lét gera.
Húsverndardeild
Tungufellskirkja var tekin á fornleifaskrá, en eigendur Tungufells og
þar með kirkjunnar, sem var bændakirkja, gáfu safninu hana með öllum
búnaði með bréfi 23. ágúst. Var þá flutt messa í Tungufellskirkju, en
kirkjan er nú aflögð sem sóknarkirkja. Hún var reist árið 1857 og er að
miklu leyti óbreytt nema hvað gluggum hefur verið breytt og nú hefur
kirkjan lengi verið járnklædd. í henni eru tvær fornar kirkjuklukkur,
kollumyndaðar, og altari, prédikunarstóll og umgerð um altaristöflu
eftir Ófeig Jónsson í Heiðarbæ. Áformað er að gera við kirkjuna og láta
hana síðan standa á sínum stað og má að sjálfsögðu nota hana framvegis
til helgiathafna, eftir því sem ástæða þykir til. f Tungufelli er kirkja
komin þegar um 1200.
Haldið var áfram viðgerð vörugeymsluhússins á Hofsósi og annaðist
það Hafsteinn Lárusson. Var lokið að mestu viðgerð neðra hlutans, sem
gerður er úr stokkum, og gluggar settir í og húsið þar næst tjargað.
Á Skipalóni var haldið áfram viðgerð smíðahússins og einnig búið í
haginn fyrir viðgerð íbúðarhússins gamla og margt lagfært utanhúss.
í janúar var gert allverulega við gamla bæinn á Burstarfelli, hlaðnir
upp veggir og þekjur á skemmum, búri og hlóðaeldhúsi og einnig var
gert við fjósið. Rafall í hitablásara, sem verið hafði bilaður um nokkurt
skeið, var endurnýjaður. Umsjón með viðgerðinni hafði Guðrún Krist-
insdóttir minjavörður fyrir hönd safnsins.
Búðakirkja á Snæfellsnesi var endurvígð 6. september eftir gagngera
viðgerð og flutning um set. Kirkjan er upphaflega reist 1848 og nú var
hún færð í búning sem líkastan þeim, sem hún liafði þá. Kirkjan er ekki