Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 128
148
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mynd 1. Amtmannshúsið á Arnarstapa á Snœfellsttesi. Áfram var unnið að viðgerð og endurbótum
hússins, en það verk er unnið að frumkvœði Hjörleifs Stefánssonar. Ljósmynd Hjörleifur Stefánsson.
friðlýst, en safnið og Húsafriðunarnefnd hafa stuðlað að viðgerð
hennar, sem var undir yfirumsjón Harðar Ágústssonar.
ísafjarðarkirkja skemmdist mikið af cldi hinn 27. júní og eru uppi
áform um að reisa nýja kirkju, þótt þjóðminjavörður hafi fastlega mælt
með viðgerð gömlu kirkjunnar. Kirkjan er vígð árið 1863 og er reist
með Dómkirkjuna í Reykjavík sem fyrirmynd. Hefur hún alla tíð sett
mikinn svip á staðinn og væri sannarlega mikill missir, ef hún hyrfi.
Á Keldum var hafin viðgerð gamla íbúðarhússins frá 1937 og annað-
ist Brynjar Gunnarsson þá viðgerð. Var húsið mun verr farið en talið
hafði verið og þurfti að endurnýja allan suðurstafn og margir gluggar
voru smíðaðir að nýju. Þarf síðan að halda áfram viðgerð hússins á
næstu árum. Þá skemmdist gamli bærinn nokkuð í jarðskjálftum, en fé
fékkst úr Viðlagasjóði, kr. 130 þúsund, til viðgerða. Var gamla eldhúsið
gert upp að nýju, kampar lagaðir og fleira, sem farið hafði úr skorðum
og síðan var bærinn hreinsaður rækilega og innbú lagað eftir föngum.
í Laufási, á Grenjaðarstað, Selinu í Skaftafelli og Sjávarborg var
nokkuð unnið að nauðsynlegu viðhaldi.
Lilja Árnadóttir deildarstjóri fór ásamt Hjörleifi Stcfánssyni arkitekt
um Norðurland í ágústbyrjun og könnuðu þau ástand margra gömlu