Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 129
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1987
149
byggmganna. Var þetta ein hirma venjubundnu eftirlitsferða safnmanna,
sem svo mikilvægt er að fara.
Kristján Guðlaugsson málarameistari lauk við að mála áletranir á
skúffur í lyfjastofunni í Nesstofu, og er þá lokið þcim þætti í viðgerð
hússins, sem nú er hægt að sinna. Var jafnframt unnið á árinu að upp-
setningu ýmissa sýningarmuna, en eiginlegt safn er enn ekki opnað þar,
hins vegar hafa húsið og sýningin á stundum verið sýnd einstökum
hópum manna, sem sérstaklega vilja skoða.
í sambandi við það, að Curt von Jessen prófessor kom til að gefa ráð
um viðgerð Viðeyjarstofu, var hann fenginn norður að Hólum til að
skoða kirkjuna með tilliti til viðgerðar. Hefur nú verið stofnuð sérstök
Hólanefnd með sr. Sigurð Guðmundsson vígslubiskup í forsæti, en
aðrir í nefndinni eru sr. Hjálmar Jónsson prófastur, Jón Bjarnason
skólastjóri og Jón Friðbjarnarson form. sóknarnefndar en framkvæmda-
stjóri nefndarinnar er Guðmundur Guðmundsson. Þorsteinn Gunnars-
son er arkitekt viðgerðarinnar, en nefndin starfar í samráði við þjóð-
minjavörð og biskup.
Ákveðið var að taka allt innan úr kirkjuhúsinu og gera rækilega við
veggi, loft og burðarviði. Var lögð áherzla á að hefja verkið í upphafi
ársins 1988, en Þjóðminjasafnið myndi sjá um að taka niður gripi og
innanbúnað kirkjunnar.
Forvörzlndeild
Margrét Gísladóttir deildarstjóri vann á árinu mest að viðgerð hökuls
frá Hítardal, Þjms. 3059, sem hún hóf árið áður og getið var í skýrslu
fyrra árs, en einnig vann hún að uppsetningu Vaxmyndasafnsins til sýn-
ingar í Bogasal, sem fyrr getur.
Þá var Margrét viðstödd fyrir hönd Þjóðminjasafnsins útför Sverra
Dahl þjóðminjavarðar í Færeyjum 14. maí, en Sverri hafði alla tíð mikil
samskipti við Þjóðminjasafnið í rannsóknum sínum og störfum. Einnig
sótti Margrét ráðstefnu alþjóðasamtaka textílfræðinga, CIETA, í Lyon
í Frakklandi í september.
Unnið var á árinu mikið að viðgerð altarisbríkurinnar frá Hólum.
Unnu Kristín H. Sigurðardóttir og Halldóra Ásgeirsdóttir forverðir að
viðgerðinni, en hin síðarnefnda var þó í leyfi síðara hluta ársins, svo
sem fyrr getur. Ólafur Ingi Jónsson forvörður vann mestallt árið að
viðgerð bríkurinnar og einnig Viktor Smári Sæmundsson um hálfan
annan mánuð.
Karsten Larsen forvörður kom til landsins í apríl og gaf ráð og frekari
leiðbeiningar um viðgerð bríkurinnar.