Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 130
150
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Safnað var nokkru fé til viðgerðarinnar og létu ýmsir stuðning af
hendi rakna, sent kom í góðar þarfir.
Áður er getið starfa Rannvers H. Hannessonar við forvörzlu og frá-
gang ljósmynda.
Kristín H. Sigurðardóttir gerði einnig við kristallsljósahjálm í
Þingmúlakirkju, frá öndverðri 19. öld.
Þjóðháttadeild
Sendar voru út þrjár spurningaskrár á árinu, nr. 66 um hundinn, nr.
67 um hjúkrun í samvinnu við Hjúkrunarfélag íslands og nr. 68 um auð-
kenni húsdýra ásamt aukaskrá um matarhœtti. Auk þess var að venju sent
út nokkuð af eldri skrám til nýlegra heimildarmanna.
Á árinu bættust 348 númer í hcimildasafnið, og var það í árslok 8498
númer. Aukningin er talsvert minni en undanfarin ár sem stafar af því,
að Heilbrigðisráðuneytið hætti að veita fé til að safna munnlegum upp-
lýsingum á dvalarheimilum aldraðra, en það hafði numið allt að
tvennum ársverkum.
Árni Björnsson deildarstjóri sótti í maí alþjóðlegan fund þjóðhátta-
fræðinga, sem fást einkum við söfnun heimilda með spurningaskrám, í
Osló.
Hallgerður Gísladóttir safnvörður sótti alþjóðlega ráðstefnu um
geymslu matvæla í Sognsdal í Noregi í júní.
Árið 1986 hafði Orðabók Háskóla íslands tölvuskráð til reynslu á
textaleitarforrit öll svör við spurningaskrá nr. 31, um hátíðir og merk-
isdaga. Þessi tilraun þótti sýna svo einstaka möguleika til að leita uppi
sérhvert atriði, stórt og smátt, á augabragði, að kostað var kapps um að
útvega fé til frekari tölvuskráningar.
Tókst að fá um 800 þús. kr. frá Iðnaðarráðuneyti, Félagsmálaráðu-
neyti, Fiskimálasjóði, Vegagerð ríkisins, Veðurstofu íslands og Fram-
kvæmdasjóði aldraðra, en ætla má að séu um tíu ársverk að tölvuskrá
allt heimildasafnið.
Fornleifadeild
Á árinu var keypt tölvuborð og leturhjólsprentari svo og ljósmynda-
vél.
Guðmundur Ólafsson dcildarstjóri sótti ráðstefnuna: „Thc Anthropo-
logy of Iceland", í Iowa í Bandaríkjunum 24.-28. maí og flutti þar
erindi um rannsóknir á þingstöðum. Skoðaði hann jafnframt söfn og
sýningar í New York og Washington.