Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 131
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1987
151
Mynd 2. Untiið við að hreinsa í kringum kistur úr gamla kirkjugarðinum á Bessastöðum. Á myndinni
eru Adolf Friðriksson, Orri Vésteinsson og Kristinn Magnússon. Ljósmynd Guðmundur Ólafsson.
Mesta fornleifarannsóknin á veguna safnsins var á Bessastöðum, en
þar var grafinn upp grunnur Bessastaðastofu í sambandi við það, að
lögð voru ný gólf í stofuna. Var brotið upp steingólfið, sem lagt var í
stríðslokin, og komu í ljós undir því húsgrunnar frá 17. og 18. öld.
Einnig var akbrautin heim að útidyrum stofunnar lögð að nýju og var
rannsakað þar og konr í ljós, að kirkjugarðurinn hefur náð um 20 m
austar en nú er. Voru grafir 20 einstaklinga, sem hrófla þurfti við, rann-
sakaðar. Rannsóknir þessar stóðu frá 1. marz og til 31. septenrber og
eru þar með lengstu sanrfelldu rannsóknir hérlcndis. Guðmundur Ólafs-
son stjórnaði rannsóknunum, sem voru kostaðar af fjárveitingu forseta-
embættisins.
Síðan var ákveðið að varðveita minjar þær, sem í ljós komu undir
stofunni, enda voru þær mjög heillegar og verða gerðar aðgengilegar í
framtíðinni.
Mjöll Snæsdóttir annaðist rannsóknirnar á Stóruborg og er þetta
tíunda sumarið, sem þar er grafið, enda farið að síga á seinni hlutann.
Pá gerði Guðmundur Ólafsson rannsókn á gamla bæjarstæðinu á