Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 132
152
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Kópsvatni í Hrunamannahreppi 28. sept., en þar höfðu komið í ljós
nokkrar byggingarleifar, sem ástæða þótti að kanna.
í Reykholti var grafið niður á undirgöngin frá Snorralaug, þar sem
þau koma upp á bæjarhólinn. Einnig var leitað að hinu forna bæjarstæði
með löngum prófskurði og tókst að finna mörk þess með nokkurri
vissu. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur annaðist þessa
rannsókn.
17.—31. ágúst var haldið áfram fornleifaskráningu á Þingvöllum á
vegum Þingvallanefndar. Miklu meiri mannvirkjaleifar hafa nú verið
greindar á staðnum en virtust við fyrstu sýn og þekktar voru. — Unnu
þeir Guðmundur Ólafsson og Kristinn Magnússon fornleifafræðingur
að skráningunni.
Rétt þykir að gera hér grein fyrir fornleifarannsóknum, sem gerðar
eru án beinnar þátttöku safnsins, enda ber því að hafa umsjón með
öðrum fornleifarannsóknum hér á landi.
Bryndís Róbertsdóttir lauk skráningarstarfi sínu í Biskupstungum og
vann að gerð fornleifaskrár og fornleifakorts yfir svæðið.
Kristinn Magnússon lauk heimildasöfnun um minjar í Hafnarfirði á
vegum Hafnarfjarðarbæjar og skilaði skýrslu sinni.
Bjarni Einarsson vann að rannsóknum á fornbýlinu Granastöðum í
Eyjafirði fyrir fé úr Vísindasjóði og Þjóðhátíðarsjóði.
Á vegum Árbæjarsafns var rannsakaður grunnur hússins Aðalstrætis
8, þar sem reisa skyldi nýbyggingu. Fundust þó engar mannvirkjaleifar
þar eldri en frá tímum Innréttinganna.
Mjög umfangsmikil rannsókn var gerð á bak við Viðeyjarstofu vegna
byggingarframkvæmda. Stóð Árbæjarsafn fyrir rannsókninni og fund-
ust þar gamlar byggingarleifar frá allstórum byggingum, að því er
virðist. Merkustu munir, sem þar fundust, voru vaxtöflur með áletrun
og eru einstæðar hér á landi.
Þá rannsökuðu bandarísku sérfræðingarnir Tom McGovern og Tom
Amorosi, sem hér hafa dvalizt áður við rannsóknir, forna sorphauga í
Bakkagerði og á Svalbarði í Þistilfirði. Voru þeir einnig við rannsóknir
víðar.
Húsafriðunarnefnd
Nefndin hélt 6 fundi á árinu, en á árinu var hún skipuð að nýju með
nokkrum breytingum. Þjóðminjavörður er formaður vegna embættis
síns, en aðrir nefndarmenn eru Guðmundur Gunnarsson arkitekt,
Hörður Ágústsson listmálari, Sturla Böðvarsson sveitarstjóri og Þor-