Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 135
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1987
155
Lilja Árnadóttir bjó undir prentun og skrifaði að hluta: Fornleifarann-
sókn að Kúabót í Álftaveri, Árbók 1986 og vann að útgáfu ritsins
Skálholt, fornleifarannsóknir 1954—1958, í samvinnu við Hörð Ágústs-
son.
Þór Magnússon: A Showcase of Icelandic National Treasures. Reykjavík
1987.
Sami: Islandische Kulturschatze aus archaeologischer Sicht.
(Sama rit með þýzkum texta). Reykjavík 1987.
Sami: Vitnisburðurfornminja. íslensk þjóðmenning I. Reykjavík 1987.
Sjóminjasafn
Safnið var lokað í apríl og maí vegna uppsetningar nýrrar sýningar
unr árabátaöldina, sem byggð var á riti Lúðvíks Kristjánssonar. Var
sýningin opnuð í júníbyrjun og var vel sótt allt sunrarið. Gestir á árinu
voru um 3500.
f byrjun október var opnunartíma safnsins breytt, aðeins opið um
helgar en tekið á móti skólafólki og öðrum hópum aðra daga.
Að jafnaði vinna 4 starfsmenn við safnið, 2 við gæzlustörf, 1 í hálfu
starfi við viðgerðir og smíðar og 1 við skráningu, móttöku og fram-
kvæmdir af öðru tagi.
Það háir mjög safninu, hve erfitt er um geymslurými og horfir nú
beinlínis til vandræða hvað snertir ganrla báta safnsins.
Myntsafnið
Safnið var opið reglulega á sunnudögum kl. 14-16 en auk þess konra
einstaklingar og þó einkum hópar á öðrum tímum. Prentuð hefur verið
kynningarörk um safnið á ensku og íslenzku.
Frá opnunardegi safnsins, 6. desember 1986 og til ársloka það ár,
voru safngestir 233, en á árinu 1987 urðu þeir 524.
Ncfna má, að safnið eignaðist á árinu elzta pening með nafni íslands,
svonefndan súludal, sem sleginn var í Altona 1771 fyrir Danska Asíufé-
lagið til notkunar í nýlendum Dana. Þá má nefna afar fágætan brauð-
pening úr pappa frá brauðgerð Magnúsar Árnasonar á Tálknafirði.
Á árinu varð safnið fullgildur aðili að samtökum norrænna myntsafna
og myntsafnarafélaga, Nordisk Numismatisk Union.
í desember var sett upp lítil myntsýning á vegum safnsins í afgreiðslu-
sal Seðlabanka íslands.