Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 136
156
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Byggðasöfn
Hinn 15. júní var Byggðasafn Árnessýslu á Selfossi opnað á ný eftir
endurskipulag sýninga. Hefur Hildur Hákonardóttir vefari sett safnið
upp, en hún er safnvörður. Er safnið nú hið skemmtilegasta að skoða,
en þrengsli há þó starfsemi þess mjög.
Sigríður Sigurðardóttir sagnfræðingur var ráðin minjavörður í Skaga-
firði frá miðju ári og er verksvið hennar að hafa yfirumsjón með
byggðasafninu og jafnframt að vera eins konar fulltrúi Þjóðminjasafns-
ins hvað snertir minjavörzlu, eftirlit friðlýstra minja og gamalla bygg-
inga. Greiðir ríkissjóður hálf laun hennar, svo sem ákvæði eru í lögunr
um forstöðumenn safna, en hins vegar var óljóst, hver yrði framkvæmd
þess á árinu 1988, þar sem frumvarp lá fyrir Alþingi um breytta verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga og þar með að fella niður styrki til
byggðasafna. Var haldinn fundur með byggðasafnsnefnd og fleiri
aðilum 23. júlí þar sem verkcfni og starfssvið minjavarðar voru rædd og
ákveðin. En fullur hugur er í Skagfirðingum að efla safnið, sem hefur
nánast verið lengi í nokkurri úlfakreppu í gamla bænum í Glaumbæ, en
þarfnast mjög brýnt aukins og fullkomins húsnæðis.
Bjarni Einarsson safnstjóri á Akureyri fékk ársleyfi frá hausti 1988 og
tók Aðalheiður Steingrímsdóttir við forstöðu safnsins þann tíma.
Nokkuð var unnið að lagfæringum sýninga í Byggðasafni Húnvetn-
inga og Strandamanna að Reykjum, mest fyrir aðstoð Þjóðminjasafns-
ins.
Ríkisstyrkir til byggðasafna, og til viðhalds ýmissa menningarminja,
annað en launastyrkir forstöðumanna safnanna, ákveðnir af Fjárveit-
inganefnd Alþingis, skiptust þannig milli safnanna:
Byggðasafnið í Görðum, v. Garðahússins kr. 300 þús.
Til viðgerðar kútters Sigurfara kr. 200 þús.
Norska húsið í Stykkishólmi kr. 100 þús.
Byggðasafn Húnv. og Strandamanna kr. 150 þús.
Byggðasafn Suður-Þingeyinga kr. 100 þús.
Safnastofnun Austurlands kr. 200 þús.
Sjóminjasafn Austurlands kr. 100 þús.
Byggðasafnið í Skógum kr. 200 þús.
Byggðasafn Árnessýslu kr. 150 þús.
Sjóminjasafn á Eyrarbakka kr. 50 þús.
Vörugeymsluhús á Hofsósi kr. 400 þús.
Turnhús á ísafirði kr. 400 þús.
Húsin á Skipalóni kr. 500 þús.