Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 11
UM VEFSTÓLA OG VEFARA Á ÍSLANDI
15
Sigurðssonar (f. 1879, d. 1952) bónda í Heynesi í Innri-Akraneshreppi og
konu hans Sesselju Árnadóttur (f. 1888, d. 1964), en sonur Kristjáns, Hall-
dór bóndi í Heynesi frá 1952, gaf safninu hann 1959.M Vefstólinn smíðaði
Jón Sigurðsson smiður frá Krísuvík (f. 1870, d. 1953) sem bjó á Akranesi
frá 1898, lengst af á Vindhæli. Auk vefstólanna sem nú voru taldir var,
samkvæmt varðveittri ljósmynd, vefstóll af þessari gerð á Horni á Horn-
ströndum árið 1927, en hann hafði smíðað þjóðhaginn Stígur Stígsson
bóndi þar (f. 1832, d. 1899).M Annar svipaður var á Keldum á Rangárvöll-
um á fyrri hluta 20. aldar; sést hann að hluta á teikningu af baðstofunni
þar á bæ (8. mynd).w Trúlega er hann sá hinn sami og Þjóðminjasafn ís-
lands keypti vorið 1947 ásamt mörgum öðrum munum úr búi Skúla Guð-
mundssonar óðalsbónda (f. 1862, d. 1946w), en stóllinn mun enn varðveitt-
ur að Keldum.
Eldri vefstólum mun oft hafa verið breytt til yngri gerðar um og eftir
aldamótin 1900; er raunar vitað dæmi þess þegar um 1890.M Þótti fara
minna fyrir þeim,”' en erfiðara var að binda upp að neðan eftir breyting-
una,k' og óhægara að færa framó Önnur breyting frá eldri gerðinni var sú
9. mynd. Gunnar Hinriksson
vefari í vefstóli sínum á elli-
heimilinu í Reykjavík. Vefstóll-
inn er með standandi slagborði
og slöngurif milli og að hluta
fyrir ofan kjálka (kinnar). Hann
er varðveittur í Þjóðminjasafni
íslands, Þjms. 12153.
Ljósmynd: eftirtaka, Þjóðminja-
safit íslands.