Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Síða 14
18
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að þær voru „stórar, endarnir bognir og sveigðir upp og stál- eða látúns-
skíði undir;"1"’ voru þær nefndar „strengjaskyttur." '7 Skyttur voru einnig
stundum „látúnsslegnar á endum."'1' Um þær segir ennfremur í einni
heimild: „I augað, sem þráðurinn lék um, var stundum settur snúður af
glasi, hann felldur vel inn í og festur með lakki svo þráðurinn léki sem létt-
ast."119
Algeng afköst við handskyttuvefnað hér á landi voru að sögn um tíu til
tólf álnir á dag,'en af „fínum vef gat þetta orðið helmingi minna," þó
svo að til hafi verið þeir sem skiluðu „16 álna voð yfir daginn," og „allt að
20 álnum suma daga," þegar keppst var við. " Einstaka handskyttuvefarar
gátu jafnvel náð enn meiri afköstum; er nefnt að einn sem afkastamestur
þótti í sinni sveit hafi ofið 24-26 álnir á dag,' ' og á annar í eitt skipti að
hafa náð 30 álnum eftir daginn. "4
Hraðskyttiwefstólar
Seint á 19. öld barst hraðskyttuvefnaður til landsins, og með honum
komu hér upp vefstólar með allt að sextán sköftumÁ4 Hraðskyttan var
fundin upp 1733 af enskum manni, John Kay, en náði ekki almennri út-
breiðslu í Evrópu fyrr en á sjötta áratug aldarinnar og mun til dæmis fyrst
hafa verið tekin í notkun á handvefstóli í Bandaríkjunum 1788.' Talið er
að Gunnar, sonur Olafs alþingismanns Sigurðssonar í Asi í Hegranesi, hafi
fyrstur Islendinga lært hraðskyttuvefnað. Dvaldist hann við nám í Dan-
mörku veturinn 1879-1880 og flutti að því loknu heim með sér hraðskyttu-
vefstól eða ef til vill öllu heldur uppdrátt af hraðskyttuvefstóli, sem smíð-
að var eftir í Ási; ennfremur kom hann með lóskurðarvél og dúkapressu.1''
Þegar á öðrum vetri eftir heimkomuna hóf Gunnar að kenna piltum
hraðskyttuvefnað í Ási, og gengu þar þá tveir stólar eða stundum þrír,
„tveir í aðalgestastofu og einn í stúlknastofu."1'" Er sagt að mörgum hafi
þótt „undrum sæta hraðvirkni vefarans og fjölbreytni vefnaðarins" úr þess-
um vefstólum.' I erlendri heimild segir að afköst vefara hafi getað allt að
ferfaldast með notkun hraðskyttu,™ en met í hraðskyttuvefnaði hér á
landi mun hafa verið 40 álnir á dag.'
Þess má geta að auk hraðskyttuvefnaðar barst einnig með Gunnari
Ólafssyni sú nýjung að nota tvist, tvinnaðan bómullarþráð, í uppistöðu,
og ýmist tvist eða ullarband í fyrirvaf,1' og jókst við það mjög fjölbreytni í
vefnaði.137 Náði einkum bómullarvefnaðurinn vinsældum, en síður vað-
málsvefnaður þar sem við hraðskyttuvefnað var ekki hægt að gefa í eða
gefa upp í sem kallað var."4 Hraðskyttuvefnaður, sem og smíði hraðskyttu-
vefstóla, breiddist út frá Ásheimilinu, aðallega norðanlands, og var vefn-