Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Page 49
YNGRI VÍKINGAALDARSTÍLAR Á ÍSLANDI 53 anna voru þeir sem höfðu til þess efni að skreyta sig og umhverfi sitt með þeim. Hástéttir keyptu mestu djásnin, lægra settir jarðeigendur fjölda- framleidda gripi úr ódýrari efnum. Segja má að norrænir menn hafi öðlast mikla tæknilega færni og óvenjulega listræna tilfinningu. Listáhrifin bár- ust greiðiega á milli og menn tileinkuðu sér nýjungar skipulega." Til að varpa nánara ljósi á þróun yngri víkingaaldarstíla á Islandi eru hér valin nokkur dæmi: í Mammenstíl einn smár gripur og einn stór, í Hringaríkisstíl einnig einn lítill og einn stór. Einungis er fjallað um einn lítinn hlut í Úrnesstíl og annan sem telja má standa nærri þeim stíl, en stór listaverk í Úrnesstíl eru ekki varðveitt á Islandi. Ennfremur verða tekin dæmi um muni sem hafa þannig skreyti að þeir varpa ljósi á ólík stig umskipta, í fyrsta lagi milli Mammen- og Hringa- ríkisstíls, í annan stað milli Hringaríkis- og Úrnesstíls og í þriðja lagi milli Úrnesstíls og rómanskrar listar. Mammenstíll Mammenstíll dregur nafn af skrautverkinu á „dýrahliðinni" á mjög skrautlegri exi, sem fannst í höfðingjagröf í Bjerringhöj við Mammen skammt suðaustan við Viborg í Danmörku.' Tvær axir lágu við fætur hins látna, önnur einföld og skrautlaus, en hin með silfurskrauti felldu í járnið. Neðan við gatið fyrir skeftið á báðum hliðum axarinnar, er innlögð rönd sem oft er sögð úr gulli. Svo er reyndar ekki, nánari rannsókn hefur sýnt að hún er úr blöndu úr kopar og sinki.' Áður var heitið Jalangursstíll haft um bæði það sem nú er svo nefnt og það sem nú er kallað Mammenstíll. Að sjálfsögðu var þetta hugtak allt of vítt og var því skipt í tvö tímabil. Svonefndur eldri Jalangursstíll var kennd- ur við dýraskrautið á litla silfurbikarnum, 4,2 cm háa, úr grafklefanum í nyrðri Jalangurshaugnum. Yngri Jalangursstíll dró nafn af skrautverkinu á stóra myndskreytta rúnasteini Haralds konungs, Da 42, Jalangursteini 2. Ekki reyndist hagkvæmt að hafa svo svipuð nöfn á þessum tveim stílteg- undum, annars vegar síðasta stíl fyrri hluta víkingaaldar og hins vegar fyrsta stíl síðara hluta víkingaaldar. Því var tekið upp hugtak það sem Sune Lindqvist notaði, Mammenstíll, fyrir yngri Jalangursstílú Eins og aðrir stílar fól Mammenstíllinn í sér tiltekinn fjölda myndstefja, sem fengu sérstakan stílsvip. Hann dregur fram myndefni sem reyndar er ekki óþekkt, stóra ferfætta dýrið, eykur oft við það einu eða fleiri slönguform- um, og fær því þann miðlæga sess, sem þetta myndefni hélt til loka vík- ingaaldar. Mammenstíll náði í fyrsta skipti í hinni hefðbundnu dýra- skreytilist Norðurlanda að taka upp hið framandi jurtaskreyti og fella það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.