Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Qupperneq 49
YNGRI VÍKINGAALDARSTÍLAR Á ÍSLANDI
53
anna voru þeir sem höfðu til þess efni að skreyta sig og umhverfi sitt með
þeim. Hástéttir keyptu mestu djásnin, lægra settir jarðeigendur fjölda-
framleidda gripi úr ódýrari efnum. Segja má að norrænir menn hafi öðlast
mikla tæknilega færni og óvenjulega listræna tilfinningu. Listáhrifin bár-
ust greiðiega á milli og menn tileinkuðu sér nýjungar skipulega."
Til að varpa nánara ljósi á þróun yngri víkingaaldarstíla á Islandi eru
hér valin nokkur dæmi: í Mammenstíl einn smár gripur og einn stór, í
Hringaríkisstíl einnig einn lítill og einn stór. Einungis er fjallað um einn
lítinn hlut í Úrnesstíl og annan sem telja má standa nærri þeim stíl, en stór
listaverk í Úrnesstíl eru ekki varðveitt á Islandi.
Ennfremur verða tekin dæmi um muni sem hafa þannig skreyti að þeir
varpa ljósi á ólík stig umskipta, í fyrsta lagi milli Mammen- og Hringa-
ríkisstíls, í annan stað milli Hringaríkis- og Úrnesstíls og í þriðja lagi milli
Úrnesstíls og rómanskrar listar.
Mammenstíll
Mammenstíll dregur nafn af skrautverkinu á „dýrahliðinni" á mjög
skrautlegri exi, sem fannst í höfðingjagröf í Bjerringhöj við Mammen
skammt suðaustan við Viborg í Danmörku.' Tvær axir lágu við fætur hins
látna, önnur einföld og skrautlaus, en hin með silfurskrauti felldu í járnið.
Neðan við gatið fyrir skeftið á báðum hliðum axarinnar, er innlögð rönd
sem oft er sögð úr gulli. Svo er reyndar ekki, nánari rannsókn hefur sýnt
að hún er úr blöndu úr kopar og sinki.'
Áður var heitið Jalangursstíll haft um bæði það sem nú er svo nefnt og
það sem nú er kallað Mammenstíll. Að sjálfsögðu var þetta hugtak allt of
vítt og var því skipt í tvö tímabil. Svonefndur eldri Jalangursstíll var kennd-
ur við dýraskrautið á litla silfurbikarnum, 4,2 cm háa, úr grafklefanum í
nyrðri Jalangurshaugnum. Yngri Jalangursstíll dró nafn af skrautverkinu á
stóra myndskreytta rúnasteini Haralds konungs, Da 42, Jalangursteini 2.
Ekki reyndist hagkvæmt að hafa svo svipuð nöfn á þessum tveim stílteg-
undum, annars vegar síðasta stíl fyrri hluta víkingaaldar og hins vegar
fyrsta stíl síðara hluta víkingaaldar. Því var tekið upp hugtak það sem
Sune Lindqvist notaði, Mammenstíll, fyrir yngri Jalangursstílú Eins og
aðrir stílar fól Mammenstíllinn í sér tiltekinn fjölda myndstefja, sem fengu
sérstakan stílsvip. Hann dregur fram myndefni sem reyndar er ekki
óþekkt, stóra ferfætta dýrið, eykur oft við það einu eða fleiri slönguform-
um, og fær því þann miðlæga sess, sem þetta myndefni hélt til loka vík-
ingaaldar. Mammenstíll náði í fyrsta skipti í hinni hefðbundnu dýra-
skreytilist Norðurlanda að taka upp hið framandi jurtaskreyti og fella það