Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Qupperneq 50
54
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
svo vel færi að dýrsskrokknum. Einnig var það með Mammenstílnum,
einkum Da 42, Jalangurssteininum 2, sem tímabil hinna skreyttu rúna-
steina hófst, og stóð um það bil 170 ár. Áður en steinn sá, sem nefndur er
stóri Jalangurssteinninn, var reistur virðist sem myndskreyttir rúnasteinar
hafi verið ákaflega sjaldgæfir. Þó eru til nokkrar undantekningar, en það
eru gotlensku myndsteinarnir og fáeinir aðrir eins og „elsta víkingaaldar-
minnismerki Svíþjóðar", Sparlösasteinninn, Vg 119, sem tekinn var í tveim-
ur hlutum úr kirkjuvegg 1937 og stendur nú í einu lagi fyrir framan kirkj-
una í Sparlösa.' Stef eins og stóra ferfætta dýrið, ýmis slöngulaga dýr með
og án útlima, fuglinn, gríman, krossinn, skipið, mamismyndir, og tréð með
tvo upprétta stofna sem snúast hver um annan" eru ásamt hinu fyrirferðar-
mikla plöntuskreyti mikilvægustu stef (mótíf) Mammenstíls. Meðal rnargra
dæma um dæmigerðan Mammenstíl í smálist á Islandi má t.d. nefna
skrautið á plötumii litlu sem iíklega er úr hvalbeini, eða hvaltönn frá Ljóts-
stöðum í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu (safnnr. Þjms 1959: 52) mynd 1
a.17 Á henni má sjá grímu í besta Mammenstíl. Platan frá Ljótsstöðum kem-
ur úr mikið skaddaðri karlmannsgröf, og var hestur grafinn til fóta mann-
inum. Við vitum ekki til hvers platan hefur verið upphaflega. Stærð og
þyngd hennar, einnig myndefni og stíll, kemur fram á meðfylgjandi töflu.
Mál og þyngd Myndefni og stíll
Safn- númer Hæð í cm Breidd í cm Þykkt í cm Þyngd ígr Gríma Mammen
Þjms 1959:52 4,3 2,4 0,8 8,32 X X
Myndefnið er gríma séð að framan, og fyllir hún næstum allan flötinn,
einkum fellur hún vel að honum ofantil. „Andlitið" sjálft hefur verið ramm-
að inn af fléttuverki úr tvöföldum línum, sem ýmist falla þétt saman eða
fjarlægjast hver aðra. Gríman er með stæðilegt yfirskegg. Augun eru áber-
andi, stór og mjókka í odd að utanverðu. Síðast nefnda atriðið leiðir hugann
að yngra verki, augunum á hinum helgu mönnum á þiljunum frá Flata-
tungu. Nefið er stórt, klunnalegt og U-laga, dregið frá auga til auga. Yfir
augunum eru kröftugir augnabrúnabogar gerðir úr tvöföldum línum og
perluröð á milli. Platan frá Ljótsstöðum er nú mjög tærð (mynd 1 a-b) og
aðeins annar augnabrúnaboginn er vel sjáanlegur, hinn er mikið skemmdur,
ekki síst vegna þess að í honum situr járnnagli. Leifar augnabrúnabogans
sem eftir er, er með röð af sjö vel skornum punktum í miðju. Þetta er mjög
vel gerður útskurður í hreinum Mammenstíl og sýnir örugga tilfinningu