Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 57
YNGRI VÍKINGAALDARSTÍLAR Á ÍSLANDI
61
Séð aftan frá er áberandi að hálsinn á mannsmyndinni er mjög grannur.
Stólbakið nær mannsmyndinni rétt upp að mitti, og er þrískipt. Það ber
vott um tignarstöðu að mannlíkanið situr á stól.
En það er ekki síst mikilvægt að skoða líkneskið frá hlið, þá má sjá mik-
ilvægt atriði: mikið misræmi í hlutfallinu milli stóra skeggjaða höfuðsins
og líkamans, sem er lítill, mjór og kynlaus, með mjóa handleggi og læri og
svo fótstuttur að fæturnir ná ekki til jarðar frá stólnum, sem virðist þó ekki
hár. Mannsmyndin situr eins og barn í of háu sæti. Á styttunni er lengra
frá nefbroddi yfir á hnakka, heldur en frá lmé yfir á sitjanda, og munnur-
inn er sýndur niðri undir brjóstkassa, og því tel ég sennilegt að manns-
myndin haldi grímu fyrir andlitinu. Mjög er vandráðið hvað Eyrarlands-
styttan á að tákna. Líkneskið hefur lengst af verið túlkað sem mynd af Þór
með hamarinn Mjöllni'" og enn er oft um það talað í þeirri mynd. Þó hefur
verið efast um þessa túlkun og með réttu. Hafa fræðimenn haft fyrirvara á
þeirri skýringu" og jafnvel hafnað henni með öllu." Þessi litli mjói rindill
með visna handleggi og lær, sem nær ekki til jarðar af lágum stól, getur
varla verið þrumu- og stríðsguðinn Ásaþór, sterkastur goða og manna.
Það er m.ö.o. svo að sjá að það sé ekki maðurinn sjálfur sem skiptir mestu
máli heldur gríman og hlutur sá sem maðurinn heldur á. Það er eins og
mannsmyndin sé til þess eins að halda hvorutveggja uppi. Mannsmyndin
er á engan hátt lík því sem Þór ætti að vera. Þá líkist hluturinn sem hún
heldur á ekki þeim þórshömrum sem við þekkjum sem verndargripi, t.d.
þórshamar úr báktkumlinu í Vatnsdal, Þjms 1964:122. ' í þriðja lagi bendir
stílblær myndarinnar ekki til neinna tengsla við heiðni, heldur eru mun
meiri líkur á sambandi við kristindóm. En hver er þetta þá? Sú gáta er enn
óráðin, og ekki enn fenginn fullur skiln-
ingur á Eyrarlandslíkneskinu. En til þess
að komast nær skilningi verður að taka
upp þráðinn enn eina ferðina. Hlutur sá
sem maðurinn á stólnum heldur á er
ekki þórshamar heldur að öllum líkind-
um kristinn kross. Til þess bendir ann-
Mynd 4. Hengikrossinn frá Rauðnefsstöðum.
Framhlið (safnnr. Þjms 10919). Ljósm. NM.