Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1993, Side 62
66 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS um, sem hefur safnnúmerið Þjms 6524, betur varðveitt og fallegri (mynd 5)." Eftirfylgjandi tafla sýnir mál, þyngd, myndefni og stíl nælunnar. Mál og þyngd Safn- númer Hæð í cm Breidd í cm Þykkt í cm Þyngd 18r Þjms 6524 4,0 3,6 0,4 13,46 Myndefni og stíll Myndstef Úmesstíls 2 Myndstef Úmesstíls 3 X 2 • X Nælan er lausafundur úr rústum eyðibýlisins Tröllaskógs á Rangárvöll- um. Hún er mjög vel varðveitt, þó örlítið sé brotið úr henni og nálina vanti aftan á. A bakhlið nælunnar má sjá hvar nálin hefur verið fest, hægra megin er bryggja og vinstra megin krókur og snýr opið niður. Neðst má sjá lykkju til að festa hring eins og á áðurnefndri nælu frá Lindholm Höje.'4 Nælan er úr silfri og lögð niello á framhlið í tvær punktaraðir eftir hálsi, búk og framfæti dýrsins og fremri rófuflipa, þannig að fram koma fallegar andstæður sléttra flata og skreyttra. Myndstefin eru þrjú: í miðju er aðalefni myndarinnar, dýr með lagi myndstefs 2 umkringt tveim dýr- um af gerð þriðja myndstefs (mynd 5). Miðdýrið er með lagi af myndstefi 2 og er sýnt á hlið frá hægri og hefur einkennandi ílangt höfuð sem horfir fram og er sýnt frá hlið. Einkennandi fyrir Urnesstíl er að dýrin eru yfir- leitt séð frá hlið og er höfuð dýrsins með lagi myndstefs 1 því nær alltaf sýnt frá hlið, en dýrshöfuð myndstefja 2 og 3 ýmist frá hlið eða ofanfrá. Dýrið af myndstefi 2 er með dæmigerða langa frammjóa snoppu og geng- ur tota aftur og niður úr, en vefst hér ekki upp. Ginið er stórt og opið. Augað er dæmigert fyrir Úrnesstíl svo stórt að það tekur næstum yfir all- an hausinn. Að framan gengur það í odd, og það er dropalagað, en ekki möndlulaga, enda fylgja útlínur þess lögun höfuðsins. Dýrið hefur vel gert eyra en engan hnakkabrúsk. Háls og búkur eru sléttir og sveigðir, skreyttir eins og áður segir með tveimur röðum af punktum með niello- fyllingu. Það er ekki með snigil við liðamót eins og algengt er, heldur er bogadregin lína rist inn og skálína markar hné á framfæti. Dýrið er með tvíklofna rófu. A fremri rófuflipa er áðurnefnd punktalína með niello, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.